Harðari sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu
- Details
Heilbrigðisráðherra hefur birt breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir sem gilda á höfuðborgarsvæðinu, eða nánar tiltekið í sveitarfélögunum Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogsbæ.
Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og taka þær gildi á morgun, 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í gær gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október.
Helstu atriði er tengjast íþróttastarfi má lesa hér að neðan - frétt með nánari upplýsingum má finna á heimasíðu stjórnarráðsins - sjá hér.
Hertar takmarkanir fela í sér eftirfarandi:
Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar.
Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu og sitja í merktum sætum.
Börn fædd 2005 og síðar:
Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er heimil.
Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.
Kappsiglingafyrirmæli, Íslandsmót kjölbáta 2020, Opnunarmót og Lokamót
- Details
Þegar þetta er skrifað er veðurspáin ekki meðvituð um að við þurfum 2-10 m/sek og helst sólskin
Það eru einhverjar líkur á að það verði
- í hvassara lagi og mögulega of hvasst á föstudeginum,
- of lítill vindur á laugardeginum
- í hvassara lagi og mögulega of hvasst á sunnudeginum
Það þýðir mögulega frestun fram á næstu helgi ef illa fer.
Hlekkur á kappsiglingafyrirmæli
Bart's Bash á Íslandi
- Details
Laugardaginn 12. september 2019 ætlar SÍL að halda Bart's Bash á Íslandi. Keppnin er haldin samtímis á meira en 600 stöðum í yfir 80 löndum.
Skráning er á heimasíðunni bartsbash.com Ef þið lendið í vandræðum þá skráum við ykkur á staðum
Við áformum að hittast í Fossvogi við Ými kl 09:00 og kynna keppnisbraut og skipulag. Þetta er ekki hefðbundið mót, heldur meira gert til heiðurs kappanum honum Bart og úrslitin fara inn í gagnagrunn á síðunni bartsbash.com
Nánari upplýsingar í síma 693 2221
Villa í tilkynningu um keppni - NOR fyrir Íslandsmótið á kjölbátum
- Details
því miður slæddist eftirfarandi með sem átti ekki að vera
16. ágúst, varadagur verður nýttur ef ekki hafa náðst 5 umferðir. Fyrstu keppni verður startað kl.
10:00 Sigldar verða nægilega margar umferðir til að ná í heildina 5 umferðum. Ekki verður
startað eftir kl. 16:00
Beðist er verlvirðingar á því
Page 23 of 55