Úrslit Miðsumarmóts 2019
- Details
Laugardaginn 15. júní fór fram Miðsumarót í kænusiglingum og var það Ýmir - siglingaklúbbur Kópavogs sem sá um mótið að þessu sinni.
Keppt var í opnum flokki með forgjöf og urðu úrslit eftirfarandi:
nafn | félag | bátur | úrslit |
Hulda Hannesdóttir | Brokey | Laser Radial | 1 |
Ríkharður Ólafsson | Ýmir | Laser Radial | 2 |
Tara Ósk Markúsdóttir | Brokey | Laser Radial | 3 |
Berglind Rún Traustadóttir | Þytur | Laser 4.7 | 4 |
Marcel Mendez da Costa | Brokey | Laser Standard | 5 |
Úrslit Faxaflóamóts 2019
- Details
Nú um helgina fór fram Faxaflóamót 2019. Keppt var þrjá daga, föstudag til sunnudags í afskaplega hagstæðu veðri, en sólin skein á keppendur.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Hátíð hafsins 2019 - úrslit
- Details
Á Hátíð hafsins hélt Brokey að venju siglingamót sem Landhelgisgæslan ræsti með dúndrandi skothríð. Fjórir bátar tóku þátt og urðu úrslit eftirfarandi:
bátur | félag | forgjöf | sigldur tími | leiðréttur tími | sæti |
Besta | Brokey | 0,940 | 01:01:19 | 00:57:38 | 1 |
Sigurborg | Ýmir | 0,930 | 01:02:37 | 00:58:14 | 2 |
Dögun | Brokey | 0,838 | 01:10:45 | 00:58:44 | 3 |
Sigurvon | Brokey | 0,938 | 01:03:56 | 00:59:58 | 4 |
Æfingabúðir SÍL og Brokeyjar 2019
- Details
Líkt og undanfarin ár verða æfingabúðir fyrir kænusiglara í sumar. Að þessu sinni er það Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey sem aðstoðar SÍL við framkvæmd.
Æfingabúðirnar standa frá 29. júní til 4. júlí, en að þeim loknum verður að venju haldið Æfingabúðamót 5. og 6. júlí. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 20.000 kr. og mótsgjald 3.500. Allar nánari upplýsingar má finna í upplýsingaskjali á vefsíðu Brokeyjar.
Myndirnar að ofan eru frá æfingabúðunum 2018, sem haldnar voru á Akranesi í samstarfi við Sigurfara.
Page 34 of 56