Siglingaf2023

Áramót Ýmis fór fram á gamlársdag eins og hefð er fyrir, ekki gafst færi á að setja báta á flot og hafa hefðbunda keppni þar sem kalt var og Fossvogin hafði lagt.  Eigi að síður var góð mæting enda hefur siglingafólk gaman af því að hittast og ræða málin. SÍL nýtti tækifærið til að verðlauna Siglingafólk ársins veita Íslandsbikarinn og efnilegasta siglarann.  Hólmfríður Gunnarsdóttir Brokey var útnefnd siglingakona ársins og Sigurður Haukur Birgisson var útnefndur Siglingamaður ársins. Mahaut Ingiríður Matharel Nökkva var útnefnd Siglingaerefni ársins.  Við útnefningar var horft til frammistöðu og ástundunar á árinu.  Það var svo áhöfnin á Dögun sem vann Íslandsbikarinn í ár.