sillogoNú eru allar ársskýrslur SÍL komnar á vef sambandsins. Það var nokkuð verk að skanna þær inn en nú er því lokið. Fyrir þá sem gaman hafa að því að kynna sér söguna og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan íþróttarinnar þá er þarna kjörinn vettvangur til að grúska.  Í ár fagnar SÍL 50 ára afmæli og er því af nógu að taka. Sökum stærðar á skönnuninni var ekki hægt að geyma skýrslurnar á vefsvæði SÍL en hægt er að nálgast þær á Google drive. Hlekkur er á möppuna undir hlekkum -Um SÍL/Árskýrslur/Eldri ársskýrslur einnig er hægt að fara beint á safnið hér

2 Bodskort SIL 50

Sökum veðurs hefur verið ákveðið að halda ekki Ljósanætur keppni til Keflavíkur.  Veðurspá gerir ráð fyrir suð-vestan14-16 metrum á sekúndu sem aðstandendur keppninnar telja of mikinn vind til að keppa í.

Við þökkum þeim sem sýndu keppninni áhuga 

Keppnisstjórn

283337750 10158806151342423 1404681154653362824 nÞann 2. september verður siglt til Keflavíkur og komið við á Ljósanæturhátíðinni í Keflavík

Keppnin er opin öllum kjölbátum með og án forgjafara. Þeir sem ekki eru með IRC forgjöf fá úthlutað forgjöf skv NHC kerfi RYA.

Megin markmiðið er að hafa gaman og saman. Keppt verður bæði í siglingum og vinsældum (sem má kaupa sér)

Upplýsingar um keppnina , ljósanótt og NHC forgjöfina og skráningarform má finna á upplýsingasíðu mótsins Racing Rules of Sailing