brokeylogoMiðsumarmót verður haldið í tengslum við æfingabúðrinar í Brokey. Sökum breytinga á mótsstað og æfginabúðunum kemur tilkynningin frekar seint. En hér er hún NOR

IMG 3537 2

Siglingafélagið Brokey heldur sumarmót kæna á Skerjafirði þann 8.júní næstkomandi.

Tilkynning um keppni má finna hér: NOR og hlekkur á skráningar formið er hér: Skráning

 

þjálfaranámsk2021minni

SÍL gengst fyrir þjálfaranámskeiði fyrir kænu leiðbeinendur dagana 25.-28. apríl næstkomandin Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Isabella Sól Tryggvadóttir og Gunnar Hlynur Úlfarsson undir leiðsögn Rob Holden.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum í Reykjavik. Verð á námskeiðið er Íkr 26.000,- og skráning fer fram rafrænt HÉR

Frekari upplýsingar er hægt að fá með að senda fyrirspurninir á skrifstofu SÍL This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

image.jpegSiglingaþing starfaði með nýju sniði á laugardag og gekk afar vel fyrir sig. Í stað þess að nefndir starfi á þingu voru þær kosnar á síðasta ári og höfðu því möguleikann á að hittast fyrir þingið og fara vandlega yfir tillögur sem lágu fyrir þinginu og taka til þess þann tíma sem til þess þurfti.  Það lágu svo sem ekki margar tillögur fyrir þinginu að þessu sinni en afgreiðslan gekk hratt fyrir sig.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reiknginar auk þess sem samþykktar voru lagabreytingar og nýtt merki SÍL. Stefnan er tekin á áframhaldandi uppbygginu á fræðslustarfi og menntun þjálfar og keppnisstjórna á árinu. Gunnar Haraldsson var endurkjörinn formaður og flestir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og mun stjórnin skipa með sér verkum á næsta fundi.  Ný í vara stjórn er Susanne Möckel ræðari úr Kayakklúbbnum. Eins og minnst var á hér að framan var samþykkt nýtt merki SÍL sem byggir á litum og formum úr gamla merkinu. Hönnuður er Björn Jónsson Grafískur hönnuður og siglingamaður. Með lagabreytingu þingsins opnuðust möguleikar á nýju merki og nútímalegu sem hægt er að aðlaga að mismunandi notum þess. Hér eftir fylgja myndir af merkinu í mismunandi útfærslum