þjálfaranámsk2021minni

SÍL gengst fyrir þjálfaranámskeiði fyrir kænu leiðbeinendur dagana 25.-28. apríl næstkomandin Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Isabella Sól Tryggvadóttir og Gunnar Hlynur Úlfarsson undir leiðsögn Rob Holden.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum í Reykjavik. Verð á námskeiðið er Íkr 26.000,- og skráning fer fram rafrænt HÉR

Frekari upplýsingar er hægt að fá með að senda fyrirspurninir á skrifstofu SÍL This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

image.jpegSiglingaþing starfaði með nýju sniði á laugardag og gekk afar vel fyrir sig. Í stað þess að nefndir starfi á þingu voru þær kosnar á síðasta ári og höfðu því möguleikann á að hittast fyrir þingið og fara vandlega yfir tillögur sem lágu fyrir þinginu og taka til þess þann tíma sem til þess þurfti.  Það lágu svo sem ekki margar tillögur fyrir þinginu að þessu sinni en afgreiðslan gekk hratt fyrir sig.  Lögð var fram skýrsla stjórnar og reiknginar auk þess sem samþykktar voru lagabreytingar og nýtt merki SÍL. Stefnan er tekin á áframhaldandi uppbygginu á fræðslustarfi og menntun þjálfar og keppnisstjórna á árinu. Gunnar Haraldsson var endurkjörinn formaður og flestir stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu og mun stjórnin skipa með sér verkum á næsta fundi.  Ný í vara stjórn er Susanne Möckel ræðari úr Kayakklúbbnum. Eins og minnst var á hér að framan var samþykkt nýtt merki SÍL sem byggir á litum og formum úr gamla merkinu. Hönnuður er Björn Jónsson Grafískur hönnuður og siglingamaður. Með lagabreytingu þingsins opnuðust möguleikar á nýju merki og nútímalegu sem hægt er að aðlaga að mismunandi notum þess. Hér eftir fylgja myndir af merkinu í mismunandi útfærslum 

Siglingaf2023

Áramót Ýmis fór fram á gamlársdag eins og hefð er fyrir, ekki gafst færi á að setja báta á flot og hafa hefðbunda keppni þar sem kalt var og Fossvogin hafði lagt.  Eigi að síður var góð mæting enda hefur siglingafólk gaman af því að hittast og ræða málin. SÍL nýtti tækifærið til að verðlauna Siglingafólk ársins veita Íslandsbikarinn og efnilegasta siglarann.  Hólmfríður Gunnarsdóttir Brokey var útnefnd siglingakona ársins og Sigurður Haukur Birgisson var útnefndur Siglingamaður ársins. Mahaut Ingiríður Matharel Nökkva var útnefnd Siglingaerefni ársins.  Við útnefningar var horft til frammistöðu og ástundunar á árinu.  Það var svo áhöfnin á Dögun sem vann Íslandsbikarinn í ár. 

sillogoNú eru allar ársskýrslur SÍL komnar á vef sambandsins. Það var nokkuð verk að skanna þær inn en nú er því lokið. Fyrir þá sem gaman hafa að því að kynna sér söguna og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan íþróttarinnar þá er þarna kjörinn vettvangur til að grúska.  Í ár fagnar SÍL 50 ára afmæli og er því af nógu að taka. Sökum stærðar á skönnuninni var ekki hægt að geyma skýrslurnar á vefsvæði SÍL en hægt er að nálgast þær á Google drive. Hlekkur er á möppuna undir hlekkum -Um SÍL/Árskýrslur/Eldri ársskýrslur einnig er hægt að fara beint á safnið hér