Nú á miðvikudag heimsótti Siglingasambandið ásamt Rob Holden þrjú siglingfélög og fór yfir öryggismál og kennsluhætti með forsvarsmönnum. Öll þrjú félögin Brokey, Ýmir og Þytur stóðust skoðun og hlutu viðurkenningu SÍL fyrir.  SÍL viðurkennd siglingakennsla byggir á aðferðum sem þróaðar hafa verið meðal helstu siglingaþjóða og er markmiðið að siglingakennsla á Íslandi verði á pari við það sem gerist best erlendis. Síðar í sumar eigum við von á gestum frá Alþjóða Siglingasambandi til að taka út fræðslu og öryggismálin hér og utanumhald SÍL. Standist sambandið allar kröfur mun það hljóta vottun Alþjóða Siglingasambandsins.   SÍL þakkar þeim félögum sem hafa byggt upp starf sitt á námskrá SÍL og stefnu um öryggismál fyrir stuðninginn og óskar þeim til hamingju með árangurinn í uppbyggingarstarfi sínu.viðurkBrokeyvidurkYmirvidurkÞytur

opnunarmót kæn OptiOpnunarmót Kæna fór fram í Hafnarfirði nú um helgina. Það leit ekki vel út í upphafi dags þar sem lítil vindur var á svæðinu. Von var á vindi upp úr klukkan 11 og var stefnt á að hefja keppni þá. 9 bátar tóku þátt í keppninni og var keppt í tveimur flokkum Opnum flokk og Optimst.  Sigldar voru 4 umferðir eins og gert var ráð fyrir. Úrslit urður eftirfarandi:

SÆTI OPINN FLOKKUR FÉLAG
1 Veronica Sif Ellertsdóttir Þytur
2 Aðalsteinn Jens Loftsson Ýmir
3 Daníel ernir Jóhann Gunnarsson Brokey
4 Elías J Burgos Ýmir
     
SÆTI OPTIMIST FÉLAG
1 Guðmundur Leó Gunnarsson Brokey
2 Heimir halldórsson Brokey
3 Jökull Orri Aríelsson Þytur
4 Lioba Helen Shijo Þytur
5 Philip M. Rögnvaldsson Krueger Þytur

 

Á myndinni hér að ofan eru verðlaunahafar í Optimist flokki

IMG 3537 2

Tilkynning um keppni NOR vegna Opnunarmóts kæna hefur verið birt á Upplýsingasíðu viðburðarins. Þar er einnig að finna skráningarform og umsókn um Keppnisleyfi SÍL 2025

Gert er ráð fyrir að keppt verði þann 24. Maí og sigldar  4 umferðir. Vonumst til að sjá sem flesta á mótinu.

Hlekkur á upplýsingasíðuna er hér

Islandsmot14Í samræmi við  ákvarðanir Siglingaþings þá eru nýjar áherslur í keppnishaldi þetta árið.  Opnunarmót, Faxaflóamót og Lokamót verða í raun ein mótaröð og því er tilkynning um keppni gefin út um mótaröðina.  Ekki verður siglt í Hafnarfjörð eða inn í Fossvog vegna Opnunar- og Lokamóts er horft er til þess að siglaupp á skipaskaga á Faxaflóamótinu.   Þar sem ekki eru gefnar upp brautir eða slíkt í tilkynningunni þá verða kappsiglingafyrirmæli gefni út með meiri fyrirvara en áður. 

Vakin er athygli á því að til að keppa á mótum SÍL þurfa keppendur að vera í viðurkenndu Siglingafélagi og hafa keppnisleyfi frá SÍL. Hægt er að sækj um slíkt leyfi HÉR en einnig á rafrænni upplýsingatöflu mótaraðarinnar.

Öll skjöl er varða mótið eru á rafrænni upplýsingatöflu mótsins sem má finna á Racingrulesofsailing.org