Islandsmot14Í samræmi við  ákvarðanir Siglingaþings þá eru nýjar áherslur í keppnishaldi þetta árið.  Opnunarmót, Faxaflóamót og Lokamót verða í raun ein mótaröð og því er tilkynning um keppni gefin út um mótaröðina.  Ekki verður siglt í Hafnarfjörð eða inn í Fossvog vegna Opnunar- og Lokamóts er horft er til þess að siglaupp á skipaskaga á Faxaflóamótinu.   Þar sem ekki eru gefnar upp brautir eða slíkt í tilkynningunni þá verða kappsiglingafyrirmæli gefni út með meiri fyrirvara en áður. 

Vakin er athygli á því að til að keppa á mótum SÍL þurfa keppendur að vera í viðurkenndu Siglingafélagi og hafa keppnisleyfi frá SÍL. Hægt er að sækj um slíkt leyfi HÉR en einnig á rafrænni upplýsingatöflu mótaraðarinnar.

Öll skjöl er varða mótið eru á rafrænni upplýsingatöflu mótsins sem má finna á Racingrulesofsailing.org