Nú á miðvikudag heimsótti Siglingasambandið ásamt Rob Holden þrjú siglingfélög og fór yfir öryggismál og kennsluhætti með forsvarsmönnum. Öll þrjú félögin Brokey, Ýmir og Þytur stóðust skoðun og hlutu viðurkenningu SÍL fyrir. SÍL viðurkennd siglingakennsla byggir á aðferðum sem þróaðar hafa verið meðal helstu siglingaþjóða og er markmiðið að siglingakennsla á Íslandi verði á pari við það sem gerist best erlendis. Síðar í sumar eigum við von á gestum frá Alþjóða Siglingasambandi til að taka út fræðslu og öryggismálin hér og utanumhald SÍL. Standist sambandið allar kröfur mun það hljóta vottun Alþjóða Siglingasambandsins. SÍL þakkar þeim félögum sem hafa byggt upp starf sitt á námskrá SÍL og stefnu um öryggismál fyrir stuðninginn og óskar þeim til hamingju með árangurinn í uppbyggingarstarfi sínu.
SÍL viðurkennd siglingakennsla 2025
- Details