43. þing Siglingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 20. febrúar n.k. Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00.
Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins.
Tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.
Að venju munu kosningar til stjórnar fara fram á þinginu og eru þeir sem vilja taka þátt í stjórnarstörfum beðnir um að bjóða sig fram við stjórn SÍL á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig verður kosið um formann en Úlfur Hróbjartsson mun ekki gefa kost á sér til frekari formennsku og verður því spennandi að vita hver tekur við af honum.