Opnunarmót kjölbáta var haldið laugardaginn 26.maí 2012. Sigld var stórskipaleið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar á ágætis byr. Svo leiðinlega vildi þó til að eitt merki vantaði í brautina. Sex baujan hafði slitnað upp í vetur og ekki er búið að koma fyrir nýrri bauju í hennar stað. Keppnis stjórn var ekki kunnugt um að baujuna vantaði fyrr en of seint. Keppendur tóku þó tillit til þess að baujuna vantaði og siglu fyrir hana skv. GPS siglinatækjum. Opnunarmótið er fyrsta mótið sem gefur stig til Íslands bikars- úrslit móts og stig má sjá í töflu hér að neðan.
Bátur | Sigldur tími | Leiðréttur tími | Sæti | Stig íslb. |
Dögun | 2:54:08 | 2:26:27 | 1 | 10 |
Xena | 2:21:30 | 2:27:52 | 2 | 8 |
Lilja | 2:46:24 | 2:42:34 | 3 | 6 |
Ögrun | 2:46:45 | 2:47:35 | 4 | 5 |
.