IRCOpnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2016.  Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi.  Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað sem er að finnna á hlekkjum hér að neðan og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.

Umsóknareyðublöð er að finna á hlekkjum hér að neðan

Endurnýjun  forgjafar (aðeins ef bátur hefur haft gilda forgjöf á árunum 2011-215)

Ný forgjöf (ath: skráin er þjöppuð)

sillogoNú um helgina fór fram Uppskeruhátið SÍL 2015.  Góð stemmning var í félagsheimili Þyts í Hafnarfirði þar sem hófið fór fram. Veittar voru viðkenningar fyrir frammistöðu á árinu. Íslandsbikarinn hlaut áhöfnin á Skegglu fyrir góða frammistöðu í sumar, en Skegla sigraði á öllum stigamótum til Íslandsbikars í sumar og var því með fullt hús stiga eftir sumarið.

IRCOpnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2015.  Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi.  Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað sem er að finnna á hlekkjum hér að neðan og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.

Umsóknareyðublöð er að finna á hlekkjum hér að neðan

Endurnýjun  án breytinga

Endurnýjun  með breytingum

Ný forgjöf (ath: skráin er þjöppuð)

 MG 0080Nú er komið að því að gera árið upp og veita verðlaun fyrir góða frammistöðu og ævintýri sumarsins.

Uppskeruhátíð SÍL verður haldin 31. okt í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði að Strandgötu 88

Veislueldhús ÍSÍ mætir á svæðið með frábært hlaðborð og léttar veitingar verða til sölu á vægu verði.

Verð á hátíðina er 4500 krónur. Endilega skráið ykkur sem fyrir miðvikudaginn 28. okt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Húsið opnar klukkan 1900 

 

dögunÍslandsmeistaramóti Kjölbáta lauk á Skerjafirði í gær  Mótið hefur staðið yfir frá því á fimmtudag en þá voru sigldar tvær umferðir.  Á föstudeginu blés ekki byrlega en fresta varð keppni um nokkuð skeið á meðan beðið var eftir vindi. Hann kom þó að lokum svo hægt var að taka tvær umferðir til viðbótar.

Á Laugardeginum var veðrið andstað þess sem verið hafði daginn áður, komin var norðan átt 8 -11 metrar á sekúndu inn við Fossvog og enn hvassar út við Gróttu en þangað var siglt í lengstu keppni dagsins. Alls voru siglda fjórar umferðir á laugadag þannig að alls voru sigldar átta umferði á mótinu í afar fjölbreittum aðstæðum 

Það reyndi bæði á menn og báta í rokinu á Laugardag  rifa þurfti segl og nokkuð var um að búnaður gæfi sig. Sérstaklega voru að lásar brotnuðu eða opnuðust og upphöl sem festust eða slitnuðu auk þess sem nokkur segl rifnuðu.  það reyndi því ekki aðeins á siglingahæfileika keppenda heldur viðgerðarhæfileika þeirra líka.