Þann 4 maí kemur til landsins Jackie Bennetts frá Breska Siglingasambandinu og flytur fyrirlestur um uppbyggingu og skipulag sjálfboðastarfs. Jackíe sér um skipulag sjálfboðaliðastarfs innan Breska siglingasambandsins og hefur áralanga reynslu af slíkri vinnu. Einnig mun Jackie halda vinnustofu (workshop) fyrir siglingafélögin og aðra áhugasama laugardaginn 5. maí. Fyrirlestur Jackiear hefst klukkan 17:30 föstudaginn 4 maí í Íþróttamiðstöðinni Laugardal og er öllum opinn. Vinnustofan verður haldinn daginn eftir eða laugardaginn 5.maí á sama stað og hefst stundvíslega klukkan 10:00 og líkur kl 15:00. Stjórnir siglingafélaganna eru sérstaklega kvattar til að sækja vinnustofuna og öðlast þannig þekkingu til að auðvelda starfið í félögunum. Verð fyrir vinnustofuna er ÍKR 3000,- innifalið í því verði er matur. Bæði fyrirlesturinn og vinnustofan fara fram á ensku. HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG HÉR