Þjálfaranámskeið verður haldið á vordögum fyrir siglingaþjálfara. Nánar tiltekið 21-27. maí 2012 en styrkur hefur fengist frá Alþjóða Ólympíusambandinu til að halda þetta fyrsta þjálfaranámskeið SÍL. Anna Ólöf Kristófersdóttir kemur til með að kenna námskeiðið með dyggum stuðningi Mike Hart frá ISAF.
Í raun verður lagt upp með að kenna þrjú mismunandi námskeið á þessum tíma, fyrsta, annað og þriðja þjálfarastig SÍL. Einhverjir þjálfarar hafa lokið námskeiðum á vegum ISAF hér á landi sem geta þá verið metnir og taka þá viðeigandi stig eftir því. Allir aðrir geta sótt fyrsta stigið sem telja sig hæfa í það.
Nánar um þjálfarastigin, forkröfur og hæfnismat má sjá á nýrri heimasíðu SÍL undir fræðslu og þjálfun.
Það er því um að gera að taka tímann frá og fara að undirbúa sig. Nánar um skipulag, skráningu og fleira tengt námskeiðinu verður sett fram þegar nær dregur.