Nú eru tveir ungir íslenskir siglinamenn að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á Optimist. Um 250 keppendur eru á mótinu þar af um 150 drengir. Keppendum er skipt upp í fimm hópa tveir stúlkna hópar og þrír drengja hópar. Á startlínunni eru því um 50 bátar í hverjum flokki sem er nokkuð annað en það sem við íslendingar erum vanir að sjá. Þeir Andrés Nói Arnarson og Þorgeir Ólafsson báðir úr Brokey eru með yngri keppendum á mótinu og standa sig með prýði. Svona mót er heilmikil lífsreynsla fyrir drengina og vonandi læra þeir mikið af þátttöku sinni. Hægt er að fyljgast með gangi mála á Facebook síðu SÍL og heimasíðu mótsins
EM optimist á Írlandi
- Details