Áhöfnin á Dögun úr Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey, sigraði örugglega Íslandsmeistaramót kjölbáta semhaldið var nú um helgina. En þeir félagar Þórarinn Stefánsson (skipstjóri), Magnús Arason og Magnús Waage hafa verið ósigrandi undanfarin ár.
I öðru sæti var Sigurvon úr einnig úr Brokey en skipstjóri hennar var Balvin Björgvinsson Í þriðja sæti var svo Ísmolinn úr Þyt Hafnarfirði skipstjóri hans var Gunnar Geir Halldórsson.
Í fjórða sæti var Aquarius úr Brokey skipstjóri Halldór Jöregnsson Lilja úr Brokey undir stjórn Arnars F. Jónssonar var í fimmta sæti . Ögrun úr Brokey var í sjötta sæti skipstjóri þar var Niels Chr Nielsen og Ásdís úr Þyt undir stjórn Árna Þórs Hilmassonar raks svo lestina í sjöunda sæti.
Hægt er að sjá Myndir úr keppninni á Facebook síðu SÍL