sæti Bátur Opnunarmót Faxaflóahafnir Íslandsmót Lokamót samtals
1 Skegla 10 10 10 10 40
2 Sigurborg 8 8 5 5 26
3 Aquarius   5 6 6 17
4 Lilja   6   8 14
5 Ögrun   4 4 4 12
6 Dögun     8   8
7 Ásdís   3 1   4
8 Icepick 1     3   3

Úrslit í keppni um Íslandsbikar

Hjónin Svanfríður Jónsdóttir og Kristófer Óliversson hlutu Ævintýrabikarinn en þau hjónin taka nú þátt í hnattsiglingakeppninni World ARC -Round the World Rally en nánar má fræðast um ferðalag þeirra hjóna hér. Strandbikarinn kom í hlut Ögrunar fyrir að finna Kerlingasker í Opnunarmóti Kjölbáta.  Sjálfboðaliði ársins var valinn Rúnar Steinssen fyrir framlag sitt í Siglingaklúbbnum Þyt í Hafnarfirði.  Þorgeir Ólafsson í Brokey var valinn efnilegasti siglingamaðurinn í ár en hann var auk þess í öðrusæti í vali til Siglingamanns ársins. Siglingamaður ársins var Gunnar Geir Halldórsson úr Þyt en hann stýrði Skegglu til sigurs á Íslandsmeistaramóti kjölbáta auk þess að vinna Íslandsbikarinn.  Siglingakona ársins var Hulda Lilja Hannesdóttir Brokey en hún var sýndi og sannaði enn í ár að hún er ein efnilegasta siglingakona landsins. Kayakmaður ársins var Ólafur Einarsson en hann er Íslandsmeistari karla í sjókayak 2015.  Hann sigraði allar sjókayakkeppnir í ferðabátaflokki. Kayakkona ársins var Björg Kjartansdóttir en hún varð fyrsta sinn íslandsmeistari i ferðabátaflokki, eftir að hafa unnið allar keppnir sumarsins, fyrir utan eina keppni þar sem hún endaði í öðru sæti.