\"IMGÞað er  mikið um að vera á ársþingi Alþjóða siglingasambandsins ISAF í Dyflin þessa dagana.  Nú er að ljúka starfstímabili flestra nefnda og kosningar í nánd.  Komandi kosningar setja mark sitt á alla starfsemi þingisins. Menn sitja í öllum hornum og kanna hvaða möguleika fulltrúar þeirra eiga á að komast í stjórn sambandsins. Hörðust er baráttan um forsetaembættið en þar bjóða sig fram; Carol Croce fra Ítalíu, David Kellet frá Ástralíu og Eric Tulla frá Puerto Rico. Í dag var birtur listi með nöfnum þeirra sem valdir hafa verið til að sitja í nefndum sambandsins til næstu 4 ára. Meðal þeirra sem valdir voru til nenfdarsetu eru Birgir Ari Hilmarsson í Regional Games committee og Úlfur H. Hróbjartsson í Development og Youth committee.  Regional games nefndin sér fyrst og fremst um álfuleika og aðrar minni keppnir þar sem ákveðnar þjóðir hafa aðgang framm yfir aðrar.  Development og Youth nefndin kemur að uppbyggingu á siglingaíþróttinni og kennslu efni fyrir bæði þjálfara og siglingafólk.