Gert verður ráð fyrir að dagskráin verði frá kl. 9:00-17:00 alla sjö dagana. Dagskráin er þó ekki fullmótuð enn og verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Skráning á yfirþjálfara og keppnisþjálfara námskeiðið er nú hafin á heimasíðu SÍL hér til vinstri undir liðnum “skráningar” en þar verður í framtíðinni boðið uppá skráningar á ýmsa viðburði hjá SÍL. Í seinasta lagi tveim viku fyrir námskeiðið mun þáttakendum berast verkefnabók sem þarf að ljúka og skila inn viku fyrir námskeiðið. Auk þess fá þáttakendur sent umræðuefni sem þeir eiga að undirbúa sig til að stjórna stuttri umræðu um.
Þjálfaranámskeið SÍL kosta 24.000kr en afsláttur verður gefinn í ár á þessum fyrstu námskeiðum og mun hvert námskeið kosta 18.000kr. Fjöldi þáttakenda á yfir- og keppnisþjálfaranámskeið er takmarkaður við 16 manns, því er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Skráning á kænuþjálfaranámskeið mun opnast á næstu dögum þegar staðfesting hefur verið fengin fyrir aðstöðu og fleiru slíku. Fjöldi þáttakenda á kænuþjálfaranámskeið mun takmarkast við mest átta manns en að minnsta kosti fjóra þáttakendur þarf til að námskeiðið verði haldið.