Siglingaþing var haldið sunnudaginn 26. febrúar 2012.  Þingforseti var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og kunnum við honum þökk fyrir góða fundarstjórn.  Á þinginu var litið yfir liðið ár og hvað hafði áorkast á þeim tíma. Mótaskrá var samþykkt fyrir árið 2012 og mótstímar fyrir 2013. Er þetta liður í að hjálpa iðkendum og aðstandendm að skipuleggja sumarið með meiri fyrirvara en verið hefur.  Þorsteinn Guðmundsson ræðari hætti í stjórninni og við sæti hans tók Klara Bjartmarz í Kayakklúbbnum.

Skýrsla síðasta árs er hægt að finna hér á rafrænu formi.