Seglbáturinn Access wide 303 vakti mikla athygli og á vonandi eftir að reynast öllum áhugasömum siglurum vel í framtíðinni, bæði stórum sem smáum.

Stjórnum áðurnefndra félaga var boðið í menningarhúsið Hof í gær til að skoða og fræðast um þennan nýja bát. Styrktaraðilum Nökkva 2011 var einnig boðið og höfðum við nokkra af nýju Optimistunum til sýnis merktum fyrirtækjunum. Rúsinan í pylsuendanum kom svo frá Grímsey en Bjarni Magnússon hreppstjóri tilkynnti á samkomunni í gær að Kiwanisklúbburinn Grimur hefði ákveðið að gefa klúbbnum nýjan Optimist fyrir frábært starf með ungu fólki.

Nökkvamenn færa öllu þessu fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum bestu þakkir fyrir frábæran stuðning á árinu. Það er alveg á hreinu að ef þessi velvilji og stuðningur heldur lífinu í klúbbnum og gerir honum kleyft að vera meðal öflugustu siglingaklúbba landsins meðan takmarkað fjármagn til rekstrar og framkvæmda kemur frá bæjarfélaginu Akureyri.

Fyrir hjólastólafólk verður þetta talsverð ögrun, bæði að sigla og ekki sýst að komast um borð og frá borði, þar er mikið verk óunnið við að gera aðgengi að bryggjum ásættanlegt.

Það verður spennandi að sjá hvernig báturinn siglir en seglaflöturinn er svipaður og á Topper Topas með stórsegl og fokku. 

Heiðurshjónin Hermann og Rebekka glöddu Nökkvamenn  með nærveru sinni en Hermann er annar heiðursfélagi Nökkva og hefur yfir hálfa öld haft sérstakann áhuga á framgangi siglingaíþróttarinnar á Akureyri.