Við móttöku verðlaunannna sagði Úlfur að verðlaunin væru fyrst og fremst viðurkenning á því óeigingjarna starfi sem sjálfboðaliðar hreyfingarinnar hafa lagt  á sig á undanförnum árum.  Áhersla hafi verið lögð á menntun þjálfara og útgáfu kennsluefnis. Samstarf við Alþjóða siglingasambandið ISAF væri lykillinn að þessum árangri. Verðlaunin væru hvatning til að gera enn betur á næstu árum og  reyna enn frekar að auka árangur sambandsins.