\"493Vorhátíð Kayakklúbbsins verður haldin laugardaginn 28. apríl við aðstöðu klúbbsins á eiðinu við Geldinganes. Hápunktur hátíðarinnar er keppnin um Reykjavíkurbikarinn sem nú verður háð í 16. sinn (fyrsta keppnin var 1997).

Aðalkeppnin er 10 km róður en einnig er keppt í 3 km róðri. Keppt er í karla- og kvennaflokki í eftirfarandi greinum:

.     10 km róður keppnisbáta

.     10 km róður ferðabáta

.     3 km róður

Þegar síðasti keppandinn verður nýbúinn að ná landi hefst kyngimögnuð þyrluæfing en þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ætlar þá að reyna bjarga ólánssömum kayakmanni upp úr sjónum.


 

Á Vorhátíðinni geta þeir sem vilja fengið að prófa sjókayaka. Byrjendur hafa þar tækifæri á að prófa að setjast upp í sjókayak og róa stuttan spöl undir leiðsögn kennara.

Að lokinni verðlaunaafhendingu sitja fulltrúar í ferða- og keppnisnefnd fyrir svörum varðandi dagskrá klúbbsins.

Dagskrá Vorhátíðar 28.04.2012

8:30 - 9:30     Skráning í keppni

10:00               Ræst í Reykjavíkurbikarnum - 10 km keppni

10:15               Ræst í 3 km keppni

10:30 - 12:00 Byrjendum og öðrum áhugasömum boðið að prófa sjókayak undir leiðsögn kennara

12:00               Þyrluæfing

12:20              Verðlaunaafhending

Kayakklúbburinn var stofnaður vorið 1981, og er aðili að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Siglingarsambandi Íslands. Starfsemi klúbbsins hefur farið ört vaxandi undanfarin ár og eru virkir félagar nú um það bil 400. Á vegum klúbbsins eru vikulegir félagsróðrar allt árið og nokkrar skipulagðar kayakferðir eru á hverju sumri. Nánari upplýsingar um klúbbinn og Vorhátíðina má finna á heimasíðu Kayakklúbbsins http://www.kayakklubburinn.is/

Tengiliður Egill Þorsteins GSM: 6656067   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.\">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..