IMG 5883

Undanfarna viku hefur mikið verið um að vera hjá siglingadeild Snæfells í Stykkishólmi.  Tæplega 40 ungir siglingamenn hafa stundað þar æfingar á Optimist Laser og Topaz seglbátum í æfingabúðum SÍL og siglingadeildar Snæfells. Æfingar hafa gegnið vel og hafa flestir sýnt auknar framfarir í vikunni bæði þjálfararnir og unga fólkið.  Tom Wilson þjálfari hefur yfirumsjón með búðunum en hann kemur hingað til okkar í sumarleyfi sínu frá Oman Sail.  Á lokadegi er siglingakeppni sú fyrsta sem haldin er af siglingadeild Snæfells þar sem keppt er í öllum flokkum. Myndir frá búðunum má meðal annars sjá á facebokk-síðu æfingabúðanna.