Sumarmót kjölbáta 2012

7. - 8. júlí 2012

Siglingafélagið Ýmir

Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans

Tilkynning um keppni

1. Reglur

Keppt verður samkvæmt:

  1. a.Kappsiglingareglum ISAF
  2. b.Kappsiglingafyrirmælum SÍL
  3. c.Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2. Auglýsingar

  1. a.Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum
  2. b.Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði

3. Þátttökuréttur

Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

4. Skráning

Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 5. júlí með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda í áhöfn með skipstjóra, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.
Þó er hægt er að skrá allt fram að skipstjórafundi, en þá hækkar þátttökugjald. 
Greiða má þátttökugjald inn á reikning 1135-26-6634 kt. 470576-0659 og senda tilkynningu á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

5. Þátttökugjald

Þátttökugjald á hvern áhafnarmeðlim verður kr. 1.000.
Gjaldið hækkar í kr. 1.500 ef skráning berst eftir kl. 21:00 fimmtudaginn 5. júlí.

6. Tímaáætlun

7. júlí:

Móttaka þátttökugjalds og áhafnarlista og afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 8:30 – 9:00

Skipstjórafundur kl. 9:00

Fyrsta viðvörunarmerki 9:55

Stefnt er að þremur umferðum

Matur verður veittur að keppni lokinni, innifalinn í þátttökugjaldi

8. júlí:

 

Varadagur ef engin umferð næst 7. júlí.

 

7. Mælingar

Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi fyrir alla báta.


8. Kappsiglingafyrirmæli

Siglingafyrirmæli verða afhent að morgni keppnisdags og birtast á heimasíðu Ýmis daginn áður.

 

9. Keppnissvæði

Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.


10. Keppnisbrautir

Keppnisbrautum verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.


11. Stigakerfi

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.

 

12. Samskipti

Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.

 

13. Verðlaun

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin og miðað við sex í áhöfn.

 

14. Verðlaunaafhending

Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.

 

15. Ábyrgð

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.


16. Tryggingar

Allir bátar skulu hafa gilda ábyrgðartryggingu gagnvart þriðja aðila.

 

17. Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar fást hjá Friðriki Hafberg í síma 898 0855 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Siglingafélagið Ýmir

Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur

Sími: 554 4148

Kennitala: 470576-0659

Banki: 536-26-6634

Vefsíða: www.siglingafelag.is