Mikil stemning var á æfingabúðunum á Húsavík í fyrra en þar voru um það bil 50 siglarar og annað eins af foreldrum, systkynum og ættingjum sem fylgdi hópnum.
Fjölskyldur og vinir geta meðal annars farið í spennandi siglingar um Breiðafjörðinn eru á vegum Ocean Safari og Sæferða.
Dagsskipulag fyrir æfingabúðirnar verður aðgengilegt hér á næstu dögum. Athugið þó að skipulagið verður aldrei alveg nákvæmt þar sem veður og ýmislegt annað getur sett strik í reikninginn og haft áhrif á hvað verður gert og hvenær, skipulagið er því sett fram til viðmiðunar og við reynum að fara eftir því eftir bestu getu.
Skráning er nú hafin og hvetjum við siglara til að skrá sig sem allra fyrst þar sem það auðveldar allan undirbúning. Skráning fer fram undir flipanum skráningar hér á bakborða (vinstramegin).