thjalfararSIL

Þrír kænuþjálfarar (1. stig í nýja kerfinu) voru útrskrifaðir eftir fimm daga námskeið þann 1. júní síðastliðinn. Á námskeiðinu var farið yfir þá grunn þætti sem þarf til að kenna byrjendum að sigla á sjó og landi. Þjálfararnir þrír fengu kennslu í fjóra daga þar sem tækifæri voru gefin til að æfa sig í notkun mismunandi kennsluaðferða og voru svo á fimmta degi metnir auk þess sem símat var á námskeiðinu. Anna Ólöf Kristófersdóttir þjálfunar- og fræðslustjóri sá um kennsluna og símat en Ólafur VÍðir Ólafsson var fenginn til að meta nemendur í lok námskeiðs. 

Á myndinni má sjá þjálfarana að loknu námskeiði auk þjálfunar- og fræðslustjóra SÍL. Frá vinstri: Anna Ólöf Kristófersdóttir, Hulda Lilja Hannessdóttir, Hilmar Páll Hannesson og Aron Þór Hermannsson. Óskum við nýútskrifuðum þjálfurum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá þau kenna siglingar eftir námskrá SÍL í sumar.