Staðan í dag hjá litlu félögunum er að allt skipulag og vinna er í höndum fárra góðra sjálfboðaliða sem oft haldast ekki lengi við sem sjálfboðaliðar og stoppa því stundum stutt við í starfi. Við það tapast mikil þekking og reynsla úr félögum.
Með því að gera félögum kleift að vera með starfsmann sem heldur utan um starfsemi síns félags, verður þjónustan betri og þeir sem hennar njóta ánægðari.
Á þennan hátt skapast einnig tækifæri fyrir stjórnarmenn að huga að frekari uppbyggingu og útbreiðslu fyrir félögin í stað þess að sinna daglegum rekstri í frístundum sínum.
Litlar breytingar urðu á stjórn Trausti Ævarsson hætti sem varaforseti SÍL og gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu. Þökkum við Trausta fyrir hans störf fyrir siglingar á Íslandi. Nýr í stjórn SÍL var kosinn Ólafur Már Ólafsson en hann hefur áður verið í varastjórn SÍL í varastjórn SÍL bættist Arnar Freyr Birkison frá Akureyri.