Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
- Kappsiglingareglum ISAF
- Kappsiglingafyrirmælum SÍL
- Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
- Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum
Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 mánudaginn 30. desember með tölvupósti áThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="margin: 0px; padding: 0px; color: #095197;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Taka þarf fram nöfn keppenda, seglanúmer og bátstegund og félag sem keppt er fyrir.
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald er ekkert.
6. Tímaáætlun
31. desember:
Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00
Skipstjórafundur kl. 12
Viðvörunarmerki kl. 12:55
Keppt verður ein umferð
Eftir keppni verður kaffi og piparkökur í boði Ýmis
7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og verða birt á heimasíðu Ýmis daginn áður.
8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.
9. Keppnisbraut
Keppnisbraut verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.
10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.
13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
14. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Friðriki Hafberg í síma 898 0855 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="margin: 0px; padding: 0px; color: #095197;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími: 554 4148
Kennitala: 470576-0659
Banki: 536-26-6634
Vefsíða: www.siglingafelag.is
Fengið af heimasíðu Siglingafélags Ýmis í Kópavogi - http://siglingafelag.is/index.php/motaskra/motaskraymir/10-allm/132