Í afmælis og lokahófinu voru síðan veitt hefðbundin verðlaun. Þess má geta að strandbikarinn gekk ekki út þetta árið, þó gaman sé að afhenda hann þá hlýtur það að teljast gott ef sá bikar fær á safna ryki á skrifsofu SÍL.
Siglingamaður ársins var Björn Heiðar Rúnarsson frá Nökkva Akureyri. Hann hefur staðið sig afar vel í sumar auk Íslandsmeistaratitils hefur hann agt hart að sér í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í siglingum í Santander 2014
Siglingakona ársins er Huldar Lilja Hannesardóttir úr Brokey. Hún stóð sig afar vel í Íslandsmeistaramótinu. Hún stefnir einnig á þáttöku á heimsmeistarmótinu í Santander 2014.
Kayakkona ársins var Þóra Atladóttir. Þóra varði Íslandsmeistaratitil sinn á sjókayak kvenna í ár með yfirburðum. Hún er eina íslenska konan sem hefur lokið 4 stjörnu prófi í BCU kerfinu sem er sú alþjóðlega prófgráða á sjókayak sem hefur náð mestri fótfestu hér.
Kayakmaður árisn var Sveinn Axel Sveinsson. Sveinn Axel varð Íslandsmeistari á árinu í fyrsta sinn. Hann sigraði ferðabátaflokkinn í tveimur keppnum af þremur og hafnaði í öðru sæti í þeirri þriðju. Sveinn Axel er feykiöflugur ræðari, bæði þegar horft er til hraða og ekki síður tæknilegrar kunnáttu þegar kemur að því að takast á við erfiðar og krefjandi aðstæður á sjó.
Ævintýrabikarinn hlaut Guðni Páll Viktorsson fyrir hringferð sína. Guðni Páll er sá kayakmaður sem mest hefur verið í fréttum á árinu 2013. Ekki að ósekju, þar sem síðastliðið sumar reri hann kringum Ísland á þremur mánuðum og styrkti í leiðinni gott málefni. Ferðin var öll hin ævintýralegasta og er það mál manna að líklega hafi enginn hringfari þurft að glíma við svo krefjandi veðuraðstæður áður. Guðni Páll fór í gegnum þetta allt saman með glæsibrag og var kayakíþróttinni til sóma í hvívetna.
Íslandsbikarinn fór hlaut áhöfnin á dögun en þeir sigruðu á flestum mótum sumarsins sem þeir tóku þátt í. Það er orðið að hefð að afhenda þeim bikarinn enda hafa þeir nú unnið hann fimm ár í röð. Lokastöðuna í Íslandsbikarnum má sjá hér neðst í fréttinni.
Siglingarefni ársisn eða efnilegasti siglingamaðurinn er var í ár valin Hrefna Ásgeirssdóttir hún hefur staðið sig einstaklega vel í sumar og varð Íslandsmeistari í flokki Laser 4.7 hún hefur sýnt að hún er frábær íþróttamaður og á heiður skilin fyrir frammistöðu sína.
Sjálfboðaliði ársin var annað árið í röð Ólafur Már Ólafsson hjálpsemi hans og aðstoð nær langt útfyrir hans félag og er hann boðinni og búinn til að hjálpa hvar sem hann getur.
Úrslit Íslandsbikars
Íslandsbikar 2013 | ||||||
Sæti | Bátur | Opnunarm. | Faxaflóam. | Íslandsm. | Lokamót | Samtals |
1 | Dögun | 10 | 10 | 10 | 10 | 40 |
2 | Sigurvon | 8 | 8 | 8 | 24 | |
3 | Ögrun | 6 | 4 | 8 | 18 | |
4 | Þerna | 4 | 6 | 5 | 15 | |
5 | Ásdís | 5 | 5 | 1 | 11 | |
6 | Ísmolinn | 6 | 6 | |||
7 | Sigyn | 6 | 6 | |||
8 | Lilja | 0 | 4 | 4 | ||
9 | Icepick 1 | 3 | 3 | |||
10 | Icepick 2 | 2 | 2 |