Ice oceanÍ undirbúningi er keppni frá Noregi til Íslands nú í sumar. Keppnin er að frumkvæði Siglingasambandsins en meginframkvæmd verður í höndum Norðmanna. Keppnin verður tengd við feikivinsæla keppni frá Bergen Noregi til Leirvíkur á Hjaltlandseyjum. Í sumar verður boðið upp á framhaldslegg sem er frá Leirvík til Þórshafnar í Færeyjum og þaðan til Reykjavikur.   Keppnin hefst 19. júni 2013 og búist er við að keppendur komi til Reykjavíkur fyrstu vikuna í júlí.

Nú þegar hefur orðið vart við nokkurn áhuga í Noregi á þessari keppni og munu birtast greinar í Norsku siglingablöðum á næstu mánuðum. Von er á tilkynningu um keppni nú um áramótin og að skráning hefjist á sama tíma.

Siglingafélagið sem umsjón hefur með keppninni er Norsk Havseiler - og Krysserklubb sem í grófri þýðingu má kalla: Norska úthafskeppnis og ferðaklúbburinn. Umsjón með keppninni hér á landi verður Siglingafélag Reykjavíkur Brokey.