brokeylogoSiglingafélag Reykjavíkur, Brokey er félag sem helgar sig siglingaíþróttum í Reykjavík. Félagið sinnir þannig kjölbátasiglingum, kænusiglingum og seglbrettasiglingum auk ólympískra kappróðra. Félagið er með aðstöðu fyrir kjölbáta við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn og uppsátur á Gufunesi, og félagsaðstöðu og aðstöðu til kænusiglinga, seglbrettasiglinga og kappróðra í Nauthólsvík fyrir ofan ylströndina.

Félagið er aðili að Siglingasambandi Íslands og hefur umsjón með nokkrum siglingamótum í mótaröð sambandsins. Auk þess heldur félagið opnar siglingakeppnir á sundunum á hverjum þriðjudegi yfir sumarið, hátt í tuttugu keppnir á hverju ári. Félagið stendur auk þess fyrir lengri hópferðum kjölbáta og margvíslegum viðburðum í kringum seglskútur og siglingar

Félagið heldur reglulega námskeið í siglingum fyrir börn og fullorðna. Félagsbáturinn, Sigurvon, er notaður í fullorðinsnámskeið sem fara fram á Ingólfsgarði og á sundunum og í Nauthólsvík eru siglinganámskeið á kænum og æfingadagskrá fyrir börn og unglinga allt sumarið.

Heimasiða Brokey

Formaður: Ólafur Már Ólafsson

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.