Opnunarmót kjölbáta 2017
- Details
Opnunarmót kjölbáta fór fram laugardaginn 20. maí. Sigld var „stórskipaleið“ frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í glampandi sól. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sá um framkvæmd mótsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
sæti | bátur | seglanr. | forgjöf | félag | skipstjóri | sigldur tími | leiðr. tími |
1 | Dögun | 1782 | 0.839 | Brokey | Magnús Waage | 03:24:40 | 02:51:43 |
2 | Sigurborg | 9845 | 0.932 | Ýmir | Hannes Sveinbjörnsson | 03:06:03 | 02:53:24 |
3 | Lilja | 2720 | 0.970 | Brokey | Arnar Freyr Jónsson | 03:01:20 | 02:55:54 |
4 | Ögrun | 9800 | 1.000 | Brokey | Guðmundur Gunnarsson | 03:05:40 | 03:05:40 |
5 | Ásdís | 2217 | 0.823 | Þytur | Árni Þór Hilmarsson | 03:57:54 | 03:15:48 |
Opnunarmót kæna 2017
- Details
Nú styttist í Opnunarmót kæna 2017 sem að þessu sinni verður í umsjá Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. Mótið fer fram laugardaginn 27. maí. Búið er að stofna s.k. „event“ á facebook-síðu Ýmis. Skráningarfrestur er til kl. 21:00 þann 23. maí. Tilkynningu um keppni (NOR) má finna á heimasíðu Ýmis.
Opnunarmót kjölbáta 2017
- Details
Laugardaginn 20. maí fer fram Opnunarmót kjölbáta 2017. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þyts.
Forgjafir kjölbáta 2017
- Details
Nú styttist í vorið og þá er um að gera að sækja um endurnýjun forgjafar fyrir komandi keppnisár. Þeir sem voru með gilda forgjöf 2016 og 2015 hafa fengið tölvupóst með eyðublaði fyrir endurnýjun en þeir sem þurfa nýja forgjöf þurfa að fylla út ítarlegri umsókn. Einnig þarf að sækja um nýja umsókn ef gerðar hafa verið breytingar á bátnum eða seglum.
Hægt er að nálgast upplýsingar um umsóknir og mælingar hjá SÍL sem er umboðsaðili RORC Rating Office á Íslandi. Þar er einnig hægt að sækja árbók IRC fyrir árið 2017.
Page 44 of 55