Áramót kæna 2011
31. desember 2011
Siglingafélagið Ýmir
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans
Tilkynning um keppni
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
- Kappsiglingareglum ISAF
- Kappsiglingafyrirmælum SÍL
- Kappsiglingafyrirmælum mótsins
2. Auglýsingar
- Auglýsingar verða leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóða kappsiglingareglunum
- Auglýsingar sem keppnishaldari útvegar kann að þurfa að sýna á bátum eða búnaði
3. Þátttökuréttur
Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.
Keppt verður í opnum flokki kæna og keppt eftir forgjöfum sem samþykktar hafa verið af SÍL.
4. Skráning
Skráningar berist til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 föstudaginn 30. desember með tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
5. Þátttökugjald
Þátttökugjald er ekkert.
6. Tímaáætlun
31. desember:
Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 11:30 - 12:00
Skipstjórafundur kl. 12
Viðvörunarmerki kl. 12:55
Keppt verður ein umferð
Eftir keppni verður kaffi og piparkökur í boði Ýmis
7. Kappsiglingafyrirmæli
Siglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund og verða birt á heimasíðu Ýmis daginn áður.
8. Keppnissvæði
Keppt verður á Skerjafirði og innfjörðum hans.
9. Keppnisbraut
Keppnisbraut verður lýst í kappsiglingafyrirmælum.
10. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.
11. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
12. Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili Ýmis strax og úrslit verða ljós að lokinni keppni.
13. Ábyrgð
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
14. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar fást hjá Friðriki Hafberg í síma 898 0855, með tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingafélagið Ýmir
Naustavör 20, pósthólf 444, 202 Kópavogur
Sími 554 4148
Vefsíða www.siglingafelag.is