Forgjafir
- Details
Forgjafir seglbáta.
Í kjölbáta flokki er keppt eftir IRC forgjöf. Sú forgjöf er afrakstur af samstarfi franska úthafs-siglingaklúbbsins UNCL og breska systurklúbbsins RORC. Sótt er um forgjöfina til Siglingasambands Íslands sem er milligönguaðili að IRC rating office í Bretlandi.
Hvaða útreikingar liggja að baki eru leyndarmál IRC rating og er forgjöfin endurmetin á hverju ári. IRC forgjöfin er viðurkennd af Alþjóða Siglingasambandinu ISAF og notuð í flestum alþjóðlegum keppnum.
Til eru fleiri forgjafi sem notaðar eru við keppni kjölbáta. Má þar nefna PHRF í Bandaríkjunum. Swe LYS eða SRS í Svíþjóp og Dansk Handicap sem notuð er í Danmörku og Þýskalandi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum er einnig notuð forgjöf sem nefnist Portsmouth Yardstick þar sem bátategundir eru hafa ákveðna forgjöf hér á Íslandi notum við Portsmouth Yardstick breska siglingasambandsins RYA þegar keppt er í opnum flokki á kænum.
Nánar má fræðast um fogjafirnar með því að smella á tengla hér að neðan.