Um helgina fór fram Íslandsmót í kænusiglingum 2017 og var það Þytur Siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið. Voru aðstæður mjög góðar, bæði á sjó og í landi. Þátttaka var góð en alls voru keppendur 33 á 30 bátum. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Laser Radial og opnum flokki. Sigldar voru 6 umferðir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Optimist A | Optimist B | Laser Radial | opinn flokkur | |||||
1. | Emil Andri Ólafsson, Nökkva | Daði Jón Hilmarsson, Nökkva | Þorlákur Sigurðsson, Nökkva | Björn Heiðar Rúnarsson, Laser Standard, Nökkva | ||||
2. | Axel Stefánsson, Brokey | Hjalti Björn Bjarnason, Brokey | Þorgeir Ólafsson, Brokey | Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva | ||||
3. | Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey | Salina Schwoerer, Nökkva | Lilja Gísladóttir, Nökkva | Tara Ósk Markúsdóttir, Laser 4.7, Þyt |
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingaklúbbins Þyts, en þar má einnig sjá myndir frá mótinu.