NOR Íslandsmót kjölbáta
- Details
Íslandsmót kjölbáta verður haldið af Siglingaklúbbnum Ými dagana 14-17 ágúst. Keppt verður á Skerjafirði og má búast við skemmtilegri keppni. Tilkynningu um keppni má finna hér
Nor Íslandsmót Kænur
- Details
Íslandsmótið í siglingum Kæna fer fram á Pollinum við Akureyri dagana 9.-10. ágúst. Það er Siglingafélagið Nökkvi sem sér um mótið í ár, keppt verður á flestum gerðum kæna.
Hér má nálgast tilkynningu um keppni
EM optimist á Írlandi
- Details
Nú eru tveir ungir íslenskir siglinamenn að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á Optimist. Um 250 keppendur eru á mótinu þar af um 150 drengir. Keppendum er skipt upp í fimm hópa tveir stúlkna hópar og þrír drengja hópar. Á startlínunni eru því um 50 bátar í hverjum flokki sem er nokkuð annað en það sem við íslendingar erum vanir að sjá. Þeir Andrés Nói Arnarson og Þorgeir Ólafsson báðir úr Brokey eru með yngri keppendum á mótinu og standa sig með prýði. Svona mót er heilmikil lífsreynsla fyrir drengina og vonandi læra þeir mikið af þátttöku sinni. Hægt er að fyljgast með gangi mála á Facebook síðu SÍL og heimasíðu mótsins
Frá æfingabúðum og úrlsit
- Details
Nú í liðinni viku voru Æfingabúðir SÍL. Í þetta sinn voru þær haldnar á Sauðárkróki í umsjón Siglingaklúbbsins Drangeyjar. Siglingasvæðið við Sauðárkrók er mjög skemmtilegt og stutt er í öldur og góðan vind. Eins og vanalega þá var erlendur þjálfari með í æfingabúðunum og í ár var það Bernat Gali frá Spáni sem hjálpaið okkur. Mæting á búðirnar var nokkru minni í ár en verið hefur undanfarin ár. Færri Optimistar voru en vanalega og munar þar helst um að ekki komu neinir Optimist siglarar frá Nökkva og eða Ými auk þess sem ekki tveir ungir Optimsist drengir úr Brokey eru á Írlandi við keppni á sama tíma. Ágæt mæting var í Laser Radial hópinn en þar hefði þó munað um þáttákendur frá Ými og Þyt. Á Laugardag var svo haldið Æfingabúðamótið. Sigldar voru þrjár umferðir á Optimist og fjórar í Radial flokki og Opnum flokki. Fresta varð fyrstu umferð um rúma klst vegna veðurs en um 11 kom hafgolan og hægt var að hefja keppni. Hafgolans styrktist þegar leið á keppnina og var mest um 8 m/s, með golunni kom nokkur alda sem var Optimistunum erfið. Í fyrsta sinn var veittur Eimskipsbikarinn en hann fékk það félag sem stóð sig best í öllum flokkum. Bikarinn féll í skaut Brokeyjar manna í þetta skipti. SÍL þakkar félögum í Drangey fyrir frábært starf og skemmtilegar æfingabúðir. Myndir og viðburðir eru á facebooksíðu Æfingabúðanna
Úrslit urðu eftirfarandi
Page 53 of 54