Úrslit Íslandsmót kænur
- Details
Íslandsmót í siglinum kæna fór fram á Laugardaginn. Mótið var haldið af siglinafélaginu Nökkva á Akureyri og fór fram á Pollinum. Alls voru sigldar 5 umferðir og keppt var í fjórum flokkum.Ágætis vindur var á laugardag hægur vindur 4-5 metrar/sekúndu en hviður fóru upp í 7-8 m/s
Yngsti hópurinn að 16 ára aldri sigldi á Optimist kænum. Íslandsmeistari annað árið í röð varð Þorgeir Ólafsson Siglingafélagi Reykjavíkur Brokey Sigur Þorgeir var afar sannfærandi en hann kom fyrstur í mark í öllum fimm umferunum og vann því titilinn með fullu húsi stiga.Í öðru sæti í Optimist flokki varð Andrés Nói Arnarson einnig í Brokey og í þríðja sæti varð Ísabella Sól Tryggvatóttir
Sigur í Laser Standard flokki var líka afar öruggur. Björn Heiðar Rúnarsson í Nökkva sigraði allar fimm umferðirnar og er því Íslandsmeistari á Laser Standard. Í öðru sæti varð Breki Sigurjónsson. Í þriðja sæti á Laser Standard varð svo Gunnar Geir Halldórsson úr Þyt í Hafnarfyrði
NOR Íslandsmót kjölbáta
- Details
Íslandsmót kjölbáta verður haldið af Siglingaklúbbnum Ými dagana 14-17 ágúst. Keppt verður á Skerjafirði og má búast við skemmtilegri keppni. Tilkynningu um keppni má finna hér
Nor Íslandsmót Kænur
- Details
Íslandsmótið í siglingum Kæna fer fram á Pollinum við Akureyri dagana 9.-10. ágúst. Það er Siglingafélagið Nökkvi sem sér um mótið í ár, keppt verður á flestum gerðum kæna.
Hér má nálgast tilkynningu um keppni
EM optimist á Írlandi
- Details
Nú eru tveir ungir íslenskir siglinamenn að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á Optimist. Um 250 keppendur eru á mótinu þar af um 150 drengir. Keppendum er skipt upp í fimm hópa tveir stúlkna hópar og þrír drengja hópar. Á startlínunni eru því um 50 bátar í hverjum flokki sem er nokkuð annað en það sem við íslendingar erum vanir að sjá. Þeir Andrés Nói Arnarson og Þorgeir Ólafsson báðir úr Brokey eru með yngri keppendum á mótinu og standa sig með prýði. Svona mót er heilmikil lífsreynsla fyrir drengina og vonandi læra þeir mikið af þátttöku sinni. Hægt er að fyljgast með gangi mála á Facebook síðu SÍL og heimasíðu mótsins
Page 54 of 56