Tvö siglingafélög í keppnisbann!
- Details
ÍSÍ hefur sett tvö siglingafélög í keppnisbann vegna vanskila á starfsskýrslum. Keppnisbannið gildir frá og með deginum í dag og nær bannið til allra aldurshópa viðkomandi félaga. Til að losna undan banninu þurfa félögin að skila starfsskýrslum til ÍSÍ með rafrænum hætti í gegnum skýrslukerfi Felix. Félögin í keppnisbanni eru:
Kajakklúbburinn Kaj félag kajakræðara á Austurlandi
Siglingafélagið Sæfari Ísafirði
Úrslit Lokamót kjölbáta
- Details
Síðasta siglingamót sumarsins fór fram nú um helgina. Alls tóku 5 bátar þátt í Lokamót kjölbáta. Siglt var frá Reykjavík til Kópavogs og tók siglingin rétt tæpa 2 tíma.
Úrslit urðu þessi:
sæti | bátur | tími | forgjöf | umreiknað |
1 | Skegla | 01:39:01 | 0,946 | 01:33:40 |
2 | Lilja | 01:42:17 | 0,973 | 01:39:31 |
3 | Aquarius | 01:41:21 | 0,992 | 01:40:32 |
4 | Sigurborg | 01:48:25 | 0,937 | 01:41:35 |
5 | Ögrun | 01:48:27 | 1,002 | 01:48:40 |
Tilkynning um keppni Lokamót Kjölbáta
- Details
Siglingafélagðið Ýmir heldur Lokamót kjöbáta næstkomandi laugardag 5. september. Sigld verður hefðbundin leið frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis. Tilkynningu um keppni má finna hér.
LOKAMÓTI KÆNA AFLÝST
- Details
Skráning á Lokamót kæna hefur verið með eindæmum dræm svo að ekki er réttlætanlegt að halda mótið.
Mótinu er því er hér með aflýst.
Page 50 of 56