Skráningarfrestur fyrir æfingabúðir rennur út 20 júní.
- Details
Eins og greint hefur verið frá verða Æfingabúðir SÍL haldnar í Reykjanesbæ þetta árið. Undirbúningru er langt kominn og Íslandsvinurinn Tom Wilson verður okkur innan handar í ár.
Skráning fer fram með því að senda nafn þátttakenda, félag og upplýsingar um greiðanda á sil(at)silsport.is -
Skráningu lýkur þann 20 júní 2022
Upplýsingar um skráningu, gistingu og aðstöðu er að finna á hlekknum hér á eftir Æfingabúðir
Miðsumarmót kæna
- Details
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Miðsumarmót Kæna sem fram fer á Skerjafirðinum um helgina. Hægt er að nálgast tilkynningu um keppni hér
Tilkynningar um keppni
- Details
Komnar eru tilkynningar um keppni fyrir nokkru af mótum sumarsins. Hægt er að nálgast tilkynningarnar hér á síðunni undir hlekknum Mótahald og smella á blálitað nafn viðkomandi keppni.
RS Aero Arctic Championship skráning hafin
- Details
Eins og áður hefur verið greint frá verður haldið alþjóðlegt siglingamót á Akureyri í sumar sem haldið er af Nökkva, SÍL og RS Aero klassanum. Keppt verður á RS Aero 7 bátum sem fluttir verða til landsins vegna mótsins. Búist er við keppendum víða að úr heiminum og hafa fjölmargar fyrirspurnir borist um mótið. Tilkynning um keppni hefur birst á heimasíðu RS Aero klassan þar sem skráning á mótið fer fram. Gert er ráð fyrir að keppnin standi í 3 daga en daginn fyrir mót verður æfingadagur þar sem þeim sem ekki þekkja til bátsins gefið færi á að kynnast bátnum og æfa sig fyrir mótið sjálft. Gert er ráð fyrir að hámakri 40 keppendum og skipst verður á bátum út keppnina. Nánari upplýsingar um keppnina, skráningu og tilkynnigu um keppni má finna á heimsíðu hennar https://www.rsaerosailing.org/index.asp?p=event&eid=2218
Page 8 of 23