Áramót Tilkynning um keppni
- Details
Þótt það sé napurt úti er ein keppni eftir á árinu. Áramót Ýmis! Tilkynning um keppni hefur verið gefin út og eru keppendur beðnir um að skrá sig tímalega. Skipstjórafundur er í félagsheimili Ýmis kl 1200 sigldar verða 1-3 umferðir ef veður og þá sér í lagi hitastig leyfir.
Tilkynningu um keppni má finna hér.
Lokahóf
- Details
Málþing og Lokahóf SÍL 15. október
- Details
Nú er komið að því að fagna starfinu á liðnu sumri og sjá hvað við getum gert betur á því komandi. SÍL boðar af því tilefni til málþings og opinnar umræðu siglingar á Islandi og fagnar svo liðnu sumri með lokahófi um kvöldið. Á málþinginu verða tekin fyrir nokkur megin málefni: útbreiðsla og félagsstarf - þjálfun og fræðsla - keppnis- og afreksmál. Leitast verður við að finna markmið og leiðir sem öll félög í landinu geta unnið eftir auka á samvinnu félaga og skapað sér þannig sterkari starfsgrundvöll.
Málþingið fer fram í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi og hefst klukkan 1000 og líkur um klukkan 1430 boðið verður upp á léttan hádegisverð í þinghléi.
Það er von okkar að sjá sem flesta og sem flest sjónarhorn.
Lokahóf SÍL verður svo haldið Veitingastaðnum SKY á efstu hæð Center hotels Arnarhvoll.
Veitt verða verðlaun og viðurkenningar og svo er náttúrlega að hafa gaman saman. Boðið verður upp á veisluhlaðborð fyrir aðeins 5500 krónur og opið verður á barnum fyrir þá sem aldur hafa til.
Nauðsynlegt er að skrá sig á báða virðburði svo tryggt verði að nægur matur verði á boðstólum.
Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og með því að haka við going á viðburðarauglýsingu SÍL á fésbókinni. Þeir sem vilja grænmetisfæði láti SÍL vita.
Tilkynning um keppni Lokamót kjölbáta
- Details
UPPFÆRÐ TILKYNNING UM KEPPNI Lokamót kjölbáta fer fram um næstu helgi og er í umsjón siglingafélagsins Ýmis. Tilkynningu um keppni má finna hér.
Page 6 of 23