Tilkynning um keppni Lokamót kjölbáta.
- Details
Siglingafélagið Ýmir heldur utan um lokamót Kjölbáta í ár. Sú nýlunda er á mótinu í ár að það verðru brautarkeppni á ytri-höfninni í Reykjavik í stað þess að sigla í Kópavog. Ætlunin er að verðlauna afhending fari fram á Skybar á Centerhotel Arnarhvoli.
Tilkynningu um keppni má finna hér
Tilkynning um keppni Íslandsmót kæna
- Details
Tilkynningin er nokkuð sein á ferðinni hjá SÍL en hefur verið birt á heimasiðu Brokeyjar og Fésbókinni. Það er Brokey sem heldur keppnina og fer hún fram á Skerjafirði.
Tilkynninguna má finna hér.
Opnunarmót Kæna
- Details
Siglingafélagið Þytur heldur opnunarmót kæna nú um helgina. Tilkynning um keppni hefur verið birt og hægt er að finna hana hér.
Ísmolinn sigraði Opnunamót kjölbáta
- Details
Það blés byrlega um helgina þegar opnunarmót kjölbáta fór fram. Því miður kom veður og lokanir vegna leiðatogafundar illa við keppendur því þeir náðu ekki að ferja báta sína til Hafnarfjarðar á mótið. Því náðu aðeins tveir báta að taka þátt í mótinu Ísmolinn úr Hafliða og Seiglurnar sigldu svo Sif úr Ými. Að sama skapi var keppnin einstaklega spennandi og þegar fjórum umferðum var lokið voru bátarnir jafnir að stigum. Það þurfti því að leggjast djúpt í reglubækur til að skera úr um hver sigurvegarinn yrði. Í töflunni hér að neðan má sjá að ekki munaði miklu á milli bátanna.
Bátur | Skipstjóri | M-Tími1 | R-Tími1 | Sæti | M-Tími2 | R-Tími2 | Sæti | M-Tími3 | R-Tími3 | Sæti | M-Tími4 | R-Tími4 | Sæti |
Sif | Sigríður Ólafsdóttir | 00:14:24 | 00:13:30 | 1 | 00:14:02 | 00:13:10 | 2 | 00:14:07 | 00:13:14 | 1 | 00:15:18 | 00:14:21 | 2 |
Ísmolinn | Gunnar Geir Haldórsson | 00:14:15 | 00:13:52 | 2 | 00:13:16 | 00:12:55 | 1 | 00:15:25 | 00:15:00 | 2 | 00:14:44 | 00:14:20 | 1 |
Page 5 of 23