Menntun
Siglingasamband Íslands leggur áherslu á að menntun þjálfara og annarra sem stunda siglingar. Áhersla er á að fylgja alþjóðlegum viðmiðum er varðar menntun þjálfara og kennslu barna og unglinga. SÍL heldur reglulega þjálfaranámskeið og vinnur að öryggismálum á sjó í samvinnu við Slysavarnaskóla Sjómanna.
Öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar 2013
- Details
Boðið verður uppá öryggis- og kennslubátanámskeið helgina (14-16. júní). Námskeiðið hefst kl 19 á föstudagskvöldi og lýkur kl 17 á sunnudegi. Námskeiðið er samtals 20 klst og er þeim sem ljúka námskeiðinu og standast kröfur veitt skírteini því til staðfestingar.
Námskeiðið verður haldið í aðstöðu Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi og á Skerjafirðinum.
Námskeið þetta er samvinnuverkefni Slysavarnaskóla sjómanna (Sæbjörg) og Siglingasambands Íslands (SÍL). Námskeiðið er ætlað fólki sem kemur að kænusiglingum og sér um að leiðbeina og tyggja öryggi nemenda sinna. Námskeiðið er unnið eftir kröfum frá Siglingasambandi Íslands. Markmið námskeiðsins er að kenna þær aðferðir og tækni sem notuð er á litlum vélbátum til að veita öryggi og björgun fyrir flota af kænum í kennslu eða keppni. Sá sem hyggst sækja öryggis- og kennslubáta námskeið SÍL og Sæbjargar skal hafa grunn þekkingu á vélbátum.
Lágmarksaldur er 16 ára.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Nemendur mæti vel klæddir tilbúnir að fara á sjó.
Matur er ekki innifalinn í námskeiðinu.
Skráning á námskeiðið er hafin undir flipanum skráningar hér til vinstri.
Öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar á Akureyri
- Details
Opnað hefur verið fyrir skráningu á öryggis- og kennslubátanámskeið um næstu helgi (18-20. maí) sem haldið verður á Akureyri ef næg þáttaka færst á námskeiðið. Námskeiðið hefst þá kl. 19 á föstudagskvöldi og lýkur kl 17 á sunnudegi. Námskeiðið er samtals 20 klst og er þeim sem ljúka námskeiðinu og standast kröfur veitt skírteini því til staðfestingar.
Námskeiðið verður haldið í aðstöðu Siglingafélagsins Nökkva á Akureyri og á pollinum.
Námskeið þetta er samvinnuverkefni Slysavarnarskóla sjómanna (Sæbjörg) og Siglingasambands Íslands (SÍL). Námskeiðið er ætlað fólki se vinnur við (eða aðstoðar við) siglingakennslu og sér um að leiðbeina og tryggja öryggi nemenda sinna. Námskeiðið er unnið eftir kröfum frá Siglingasambandi Íslands. Markmið námskeiðsins er að kenna þær aðferðir og tækni sem er notuð á litlum vélbátum til að veita öryggi og björgun fyrir flota af kænum í kennslu eða keppni. Sá sem hyggst sækja öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar skal hafa grunn þekkingu á kænum (þekkja helstu hluta hennar).
Lágmarksaldur er 16 ára (fæðingaár gildir).
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt (gott að mæta með skriffæri).
Nemendur mæti vel klæddir og tilbúnir til að fara á sjó (hafið í huga að það er kalt þessa dagana ekki eins og siglinga að sumri).
Matur er ekki innifalinn í námskeiðinu.
Skráning er hafin undir flipanum skráningar hér til vinstri.
Öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar
- Details
Boðið verður uppá öryggis- og kennslubátanámskeið um helgina (11-13. maí). Námskeiðið hefst kl 19 á föstudagskvöldi og lýkur kl 17 á sunnudegi. Námskeiðið er samtals 20 klst og er þeim sem ljúka námskeiðinu og standast kröfur veitt skírteini því til staðfestingar.
Annað námskeið verður helgina eftir (18-20. maí) en það verður hugsanlega á Akureyri og verður auglýst nánar síðar. Hvetjum við þá sem vilja sækja námskeiðið í Reykjavík að skrá sig á fyrra námskeiðið.
Námskeiðið verður haldið í aðstöðu Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi og á Skerjafirðinum.
Námskeið þetta er samvinnuverkefni Slysavarnaskóla sjómanna (Sæbjörg) og Siglingasambands Íslands (SÍL). Námskeiðið er ætlað fólki sem vinnur við siglingakennslu og sér um að leiðbeina og tyggja öryggi nemenda sinna. Námskeiðið er unnið eftir kröfum frá Siglingasambandi Íslands. Markmið námskeiðsins er að kenna þær aðferðir og tækni sem notuð er á litlum vélbátum til að veita öryggi og björgun fyrir flota af kænum í kennslu eða keppni. Sá sem hyggst sækja öryggis- og kennslubáta námskeið SÍL og Sæbjargar skal hafa grunn þekkingu á kænum.
Lágmarksaldur er 16 ára.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Nemendur mæti vel klæddir tilbúnir að fara á sjó.
Matur er ekki innifalinn í námskeiðinu.
Skráning á fyrra námskeiðið er hafin undir flipanum skráningar hér til vinstri.
Fyrsta öryggis- og kennslubátanámskeið SÍL og Sæbjargar lokið
- Details
Fyrsta öryggis- og kennslubátanámskeiðið var haldið um helgina í Kópavoginum. Þáttakendur á námskeiðinu voru sex í þetta skiptið og leiðbeinendur voru þeir Ingi Haukur Georgsson og Ólafur Geir Sigurjónsson. Námskeiðið heppnaðist vel og voru allir ánægðir en hugsanlega svolítið þreyttir að námskeiði loknu. Námskeiðið var bæði verklegt og bóklegt en verklegar æfingar fóru fram á Skerjafirðinum og var veður gott á laugardeginum en frekar hvasst og kalt á sunnudeginum en það var þó farið út og æfingar gerðar með kænu til að læra að rétta þær við ef til dæmis siglarar eru ófærir um að gera það sjálfir. Við þökkum Inga og Óla kærlega fyrir frábæra leiðsögn og erum ánægð með þetta nýja samstarf og vonum að þetta sé bara byrjunin á áralöngu samstarfi SÍL og Sæbjargar.
Myndir frá námskeiðinu eru komnar inn á facebook síðu SÍL.
Skráning á kænuþjálfaranámskeið 1. stig hafin
- Details
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á þjálfaranámskeið fyrir kænuþjálfara (1.stig). Heyrst hefur að mikil sókn verði á námskeiðið og því hvetjum við fólk til að tryggja sér pláss sem fyrst. Pláss er fyrir 8 manns á hverju námskeiði en ef eftirspurn verður meiri en framboð þá er hugsanlegt að tekið verði til umræðu að halda annað námskeið strax vikuna á eftir. Skráningin fer fram undir flipanum skráningar hér til vinstri.
Nánari upplýsingar um kænuþjálfara og námskeiðið er að finna hér.
Verið er að vinna í samstarfi við Sæbjörgu að námskrá fyrir Öryggis- og kennslubátanámskeið fyrir siglingaþjálfara og verða upplýsingar um það settar inn von bráðar.
Hæfniskröfur
Fyrir námskeiðið þurfa nemendur að uppfylla eftirfarandi kröfur:
Lágmarksaldur 18 ára
Gildandi fyrstu hjálpar skírteini (endurnýjist á minnst 2 ára fresti).
Öryggisbátaskírteini (SÍL og Sæbjörg).
Mat á siglingakunnáttu fyrir námskeið.
Vinsamlegast athugið að hægt er að neita nemendum þáttöku í námskeiði sé siglingakunnáttu eða öðrum forkröfum ábótavant.
*Fyrsta hjálp - Annað hvort skírteini frá Slysavarnaskóla sjómanna eða annað skírteini viðurkennt af SÍL, þar sem farið er yfir meðferð ofkælingar, höfuðáverka og endurlífgun og námskeiðið er að minnsta kosti 6 klukkustundir að lengd.