P51300162Fyrsta öryggis- og kennslubátanámskeiðið var haldið um helgina í Kópavoginum. Þáttakendur á námskeiðinu voru sex í þetta skiptið og leiðbeinendur voru þeir Ingi Haukur Georgsson og Ólafur Geir Sigurjónsson. Námskeiðið heppnaðist vel og voru allir ánægðir en hugsanlega svolítið þreyttir að námskeiði loknu. Námskeiðið var bæði verklegt og bóklegt en verklegar æfingar fóru fram á Skerjafirðinum og var veður gott á laugardeginum en frekar hvasst og kalt á sunnudeginum en það var þó farið út og æfingar gerðar með kænu til að læra að rétta þær við ef til dæmis siglarar eru ófærir um að gera það sjálfir. Við þökkum Inga og Óla kærlega fyrir frábæra leiðsögn og erum ánægð með þetta nýja samstarf og vonum að þetta sé bara byrjunin á áralöngu samstarfi SÍL og Sæbjargar.

Myndir frá námskeiðinu eru komnar inn á facebook síðu SÍL.