Lokamót kæna var haldið í Hafnarfirði á laugardag. Keppt var í tveimur flokkum, Optimist og opnum flokkur.

 Sigldar voru fjórar umferðir innan hafnarinnar, fyrstu tvær vor tveir hringir í brautinni en seinni tvær voru ein umferð. Í Optimist flokki sigraði Þorgeir Ólafsson Brokey eftir spennandi einvígi við Gunnar Bjarka Jónsson.  Í þriðja sæti var Ásgeir Kjartansson Brokey.

Íslandsmóti kjölbáta lauk laugardaginn 18. ágúst Mótið var í umsjón siglingafélagsins Ýmis og fór framm á Skerjafirði.   Það var áhöfnin á Dögun úr Brokey sem tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð eftir sex umferðir.  Frammistaða Dögunar var með eindæmum góð þar sem þeir unnu nær allar umferðirnar nema þá fyrstu þar sem þeir voru í öðru sæti.  Önnur úrslit urðu þau að Xena (Brokey) var í öðru sæti með 17 stig og Icepick 1 úr Þyt var í því þriðja með 18 stig.  Nánari úrslit má sjá í töflu hér að neðan.

Hið árlega Faxflóamót fór fram um helgina í blíðskapar veðri.  Á föstudag var sigldur sprettur frá Reykjavík til Akranes eða stystu leið, en á laugardaginn var nokkru lengri keppni frá Akranesi inn í mynni Hvalfjarðar og þaðan til Reykjavíkur.  Fimm bátar tóku þátt í keppninni sem haldin var af Brokey.  Úrlsit má finna með því að smella á Nánar hnappinn.


 

SPRETTUR -Reykjavík-Akranes        
Bátur Tími Forgjöf Tími leiðréttur Mismunur Sæti
Xena 02:00:56 1,045 02:06:23   1
Lilja 02:11:12 0,977 02:08:11 00:01:48 2
Dögun 02:32:45 0,841 02:08:28 00:00:17 3
Ögrun 02:19:29 1,005 02:20:11 00:11:43 4
Ásdís 03:32:59 0,825 02:55:43 00:35:32 5
           
FAXI- Akranes-Reykjavík        
Bátur Tími Forgjöf Tími leiðréttur Mismunur Sæti
Dögun 03:28:20 0,841 02:55:13   1
Lilja 03:07:51 0,977 03:03:32 00:08:19 2
Ásdís 03:46:12 0,825 03:06:37 00:03:05 3
Xena 03:01:56 1,045 03:10:07 00:03:30 4
Ögrun 03:10:55 1,005 03:11:52 00:01:45 5
           
Heildarstig      
Bátur stig samtals sæti
Dögun 3+1 4 1
Lilja 2+2 4 2
Xena 1+4 5 3
Ásdís 5+3 8 4
Ögrun 4+5 9 5

Íslandsmeistaramót kæna fór fram um síðustu helgi og var þátttaka en yfir 40 þátttakendur tóku þátt. Íslandsmeistaratitill var veittur í öllum greinum nema opnum flokki þar sem aðeins var einn bátur í þeim flokki. Nokkuð hvasst var á mótinu og mikið mæddi því á þjálfurum og öryggibátum við að aðstoða keppendur sem höfðu oltið. Það var Siglingafélag Reykjavíkur Brokey sem hélt mótið nánar má lesa um það á heimasíðu Brokeyjar en að auki má finna myndir frá mótinu á facebook síðu Ásgeirs Eggertssonar.

Úrslit urðu sem hér segir:

Að vanda verður haldið upp á áramót með kappsiglingu á Fossvogi hér fylgir tilkynning um keppni. Það er vonandi að Vetur konungur gefi siglingamönnum færi á að sjósetja báta sína.