Miðsumarmót kæna 2017
- Details
Miðsumarmót kæna 2017 verður haldið 10. júní í Hafnarfirði og er það Siglingaklúbburinn Þytur sem sér um keppnina að þessu sinni. Skráningarfrestur er til 6. júní.
Opnunarmót kjölbáta 2017
- Details
Opnunarmót kjölbáta fór fram laugardaginn 20. maí. Sigld var „stórskipaleið“ frá Reykjavík til Hafnarfjarðar í glampandi sól. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sá um framkvæmd mótsins.
Úrslit urðu eftirfarandi:
sæti | bátur | seglanr. | forgjöf | félag | skipstjóri | sigldur tími | leiðr. tími |
1 | Dögun | 1782 | 0.839 | Brokey | Magnús Waage | 03:24:40 | 02:51:43 |
2 | Sigurborg | 9845 | 0.932 | Ýmir | Hannes Sveinbjörnsson | 03:06:03 | 02:53:24 |
3 | Lilja | 2720 | 0.970 | Brokey | Arnar Freyr Jónsson | 03:01:20 | 02:55:54 |
4 | Ögrun | 9800 | 1.000 | Brokey | Guðmundur Gunnarsson | 03:05:40 | 03:05:40 |
5 | Ásdís | 2217 | 0.823 | Þytur | Árni Þór Hilmarsson | 03:57:54 | 03:15:48 |
Opnunarmót kæna 2017
- Details
Nú styttist í Opnunarmót kæna 2017 sem að þessu sinni verður í umsjá Siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi. Mótið fer fram laugardaginn 27. maí. Búið er að stofna s.k. „event“ á facebook-síðu Ýmis. Skráningarfrestur er til kl. 21:00 þann 23. maí. Tilkynningu um keppni (NOR) má finna á heimasíðu Ýmis.
Opnunarmót kjölbáta 2017
- Details
Laugardaginn 20. maí fer fram Opnunarmót kjölbáta 2017. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þyts.
Page 39 of 50