Lokamót kjölbáta 2017
- Details
Lokamót kjölbáta verður haldið laugardaginn 2. september. Að þessu sinni er það Siglingafélagið Ýmir sem heldur mótið. Siglt verður frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis. Nánari upplýsingar má finna í keppnisfyrirmælum mótsins auk þess sem hægt er að hafa samband við keppnisstjóra Ólaf Bjarna í síma 865 9717 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Lokamóti kæna frestað
- Details
Fresta þurfti keppni í lokamóti kæna, sem átti að fara fram um helgina, enda var veður með versta móti. Reynt verður aftur laugardaginn 4. september. Nánari upplýsingar verða væntanlega á Facebook-síðu Brokeyjar.
Íslandsmót kjölbáta 2017
- Details
Siglingafélagið Ýmir hélt nú um helgina Íslandsmót kjölbáta 2017 og verður ekki annað sagt en að mótið tókst með eindæmum vel. Veðrið lék við keppendur, sólin skein á heiðskírum himni alla þrjá keppnisdagana og vindur var nógur og ekki síst fjölbreytilegur. Alls voru sigldar átta umferðir, en hver áhöfn kastar sinni lökustu og því eru það þær sjö bestu sem teljast til úrslita. Eftir tveggja daga keppni var Besta frá Brokey með örugga forustu en á þriðja degi gekk henni ekki eins vel og aðrir bátar náðu að klifra upp stigatöfluna. Það var því mikil spenna alveg fram í síðustu umferð. Að lokum voru Besta og Dögun jafnar að stigum og er þá farið eftir þeirri reglu að raða skuli þeim umferðum sem telja frá þeirri bestu til þeirrar lökustu og þar sem skilur á milli ráðast úrslitin.
Úrslitin urðu að lokum þessi:
bátur | forgjöf | félag | 1. umf | 2. umf | 3. umf | 4. umf | 5. umf | 6. umf | 7. umf | 8. umf | samtals | samt. m. brottkasti |
BESTA | 0,942 | Brokey | 1 | 1 | 1 | 1 | 3 | 5 | 3 | 5 | 20 | 15 |
DÖGUN | 0,839 | Brokey | 3 | 2 | 2 | 3 | 2 | 1 | 2 | 3 | 18 | 15 |
ÍRIS | 0,886 | Brokey | 4 | 3 | 4 | 4 | 1 | 2 | 1 | 2 | 21 | 17 |
AQUARIUS | 0,985 | Brokey | 2 | 5 | 6 | 5 | 4 | 3 | 4 | 1 | 30 | 24 |
SIGURBORG | 0,932 | Ýmir | 5 | 4 | 5 | 2 | 5 | 6 | 5 | 4 | 36 | 30 |
ICEPIC | 0,929 | Þytur | 7 | 6 | 3 | 6 | 6 | 4 | 6 | 6 | 44 | 37 |
ÖGRUN | 1,000 | Brokey | 6 | 7 | 7 | 7 | 7 | 8 | 7 | 7 | 56 | 48 |
ÁSDÍS | 0,823 | Þytur | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 7 | 8 | 8 | 63 |
55 |
Íslandsmót kæna 2017
- Details
Um helgina fór fram Íslandsmót í kænusiglingum 2017 og var það Þytur Siglingaklúbbur Hafnarfjarðar sem hélt mótið. Voru aðstæður mjög góðar, bæði á sjó og í landi. Þátttaka var góð en alls voru keppendur 33 á 30 bátum. Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A og B, Laser Radial og opnum flokki. Sigldar voru 6 umferðir.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Optimist A | Optimist B | Laser Radial | opinn flokkur | |||||
1. | Emil Andri Ólafsson, Nökkva | Daði Jón Hilmarsson, Nökkva | Þorlákur Sigurðsson, Nökkva | Björn Heiðar Rúnarsson, Laser Standard, Nökkva | ||||
2. | Axel Stefánsson, Brokey | Hjalti Björn Bjarnason, Brokey | Þorgeir Ólafsson, Brokey | Ísabella Sól Tryggvadóttir, Laser 4.7, Nökkva | ||||
3. | Hólmfríður Gunnarsdóttir, Brokey | Salina Schwoerer, Nökkva | Lilja Gísladóttir, Nökkva | Tara Ósk Markúsdóttir, Laser 4.7, Þyt |
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Siglingaklúbbins Þyts, en þar má einnig sjá myndir frá mótinu.
Page 42 of 54