Opnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina
- Details
Opnunarmót Kjölbáta fór fram um helgina í boði Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði. Siglt var frá Reykjavikur höfn til Hafnarfjarðar og tóku fjórir bátar þátt í keppninni. Fyrsti bátur kom í mark á 2 klukkustundum og 25 mínútum og var það Ísmolinn en með forgjöf endaði hann í öðru sæti.
Í fyrsta sæti var Sigurborgin úr Siglingafélaginu Ými og var Hannes Sveinbjörnsson skipstjóri voru þeir 5 umreiknuðum mínútum á undan Ísmolanum úr Siglingafélaginu Hafliða undir stjórn Gunnars Geir Halldórssonar. Það voru svo Brokeyingarnir á Dögun undir stjórn Þórarins Stefánsssonar sem vermdu 3 sætið rúmri 1 umreiknaðri mínútu á eftir Ísmolanum. Íris úr Siglingfélagi Reykjavíkur Brokey lenti svo í 4 sæti undir stjórn Arons Árnasonar
Tilkynningar um keppni
- Details
Komnar eru tilkynningar um keppni fyrir nokkru af mótum sumarsins. Hægt er að nálgast tilkynningarnar hér á síðunni undir hlekknum Mótahald og smella á blálitað nafn viðkomandi keppni.
RS Aero Arctic Championship skráning hafin
- Details
Eins og áður hefur verið greint frá verður haldið alþjóðlegt siglingamót á Akureyri í sumar sem haldið er af Nökkva, SÍL og RS Aero klassanum. Keppt verður á RS Aero 7 bátum sem fluttir verða til landsins vegna mótsins. Búist er við keppendum víða að úr heiminum og hafa fjölmargar fyrirspurnir borist um mótið. Tilkynning um keppni hefur birst á heimasíðu RS Aero klassan þar sem skráning á mótið fer fram. Gert er ráð fyrir að keppnin standi í 3 daga en daginn fyrir mót verður æfingadagur þar sem þeim sem ekki þekkja til bátsins gefið færi á að kynnast bátnum og æfa sig fyrir mótið sjálft. Gert er ráð fyrir að hámakri 40 keppendum og skipst verður á bátum út keppnina. Nánari upplýsingar um keppnina, skráningu og tilkynnigu um keppni má finna á heimsíðu hennar https://www.rsaerosailing.org/index.asp?p=event&eid=2218
Frakkarnir snúa aftur
- Details
Sumarið 2020 stóð IMOCA classinns fyrir stuttri keppni upp að Íslands ströndum og aftur til Frakklands. Lagt var af stað frá Les Sables d'Olonne og siglt að veður dufli í vestan við Ísland. Í þetta sinn á að sigla lengra 3500 sjómílur frá Les Sables d'Olonne upp með austurströnd Íslands norður fyrir Grímsey og svo suður með vesturströnd landsins. Gert er ráð fyrir að ræsa keppendur þann 12.júní og að þeir ljúki keppninni á 10-12 dögum. Listi um keppendur verðu birtur þann 19 maí.
Page 12 of 54