50. Siglingaþing SÍL
- Details
Laugardaginn 18. febrúar n.k. verður haldið 50. þing Siglingasambands Íslands. Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Hvert siglingafélög innan SÍL hafa rétt á að tilnefna 3 fulltrúar til að sitja þingið sem eru með tillögu og atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum sambandsins (gr.3.5) skulu tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.
Áramót Tilkynning um keppni
- Details
Þótt það sé napurt úti er ein keppni eftir á árinu. Áramót Ýmis! Tilkynning um keppni hefur verið gefin út og eru keppendur beðnir um að skrá sig tímalega. Skipstjórafundur er í félagsheimili Ýmis kl 1200 sigldar verða 1-3 umferðir ef veður og þá sér í lagi hitastig leyfir.
Tilkynningu um keppni má finna hér.
Siglingamaður og kona ársinss 2022
- Details
Á lokahófi SÍL þann 15.október voru veittar viðurkenningar fyrir siglingafólk ársins. Góð mæting var á lokahófið sem haldið var á veitingastaðnum Sky á Centerhotel Arnarhvoll með útsýni yfir sundin blá. Hólmfríður Gunnarsdóttir úr Brokey var valin siglingakona ársins en hún hefur keppt fyrir Íslands hönd á ILCA 6 auk þess að vera í toppsætum á siglingamótum sumarsins.
Þórarinn Stefánsson úr Brokey var valin siglingamaður ársins en hann er margfaldur Íslands og Íslandsbikars meistari sem skipstjóri Dögunar.
Siglingarefni ársins var Veronica Sif úr Þyt. Hún hóf siglingar á síðasta ári en hefur sýnt gríðarlegar framfarir á þeim stutta tíma sem hún hefur keppt í siglingum. Hún varð 2 á Íslandsmeistarmótinu í Optimst og vann lokamótið sem haldið var á Akureyri í haust. Auk þess sem hún tók þáttt í Norðurlandamótinu í Optimist.
Sjálfboðaliði ársins var Unnar Már úr Siglingafélaginu Hafliða.
Það var svo áhöfnin á Siguvon sem vann Íslandsbikarinn 2022
Lokahóf
- Details
Page 9 of 55