Opið fyrir umsóknir á IRC forgjöf
- Details
Búið er að opna fyrir umsóknir á IRC forgjöfum. Fyrir þá sem voru með forgjöf í fyrra og hafa engu breytt um borð er ferlið óvenju einfalt í ár, einfaldlega að fylla út form sem má finna hér.
Þeir sem hafa gert breytingar á báttnum sem tengjast forgjöf eða eru að hefja keppni þurfa að senda skilaboð þess efnis á SÍL sil(hjá)silsport.is og óska eftir viðeigandi eyðublaði til útfyllingar.
Siglingaþing fór fram um helgina
- Details
Laugardaginn 18. febrúar fór fram 50. Siglingaþing. Á þingið voru mættir fulltrúar frá 5 siglingafélögum og fóru þeir yfir starf síðasta árs og lögðu línur fyrir starfið framundann. Þingið fór vel fram undir styrkri fundartjórn Þingforseta Finns Torfa Stefánssonar sem var formaður Siglingasambandsins á öðru ári þess árið 1976. Gestir þingsins voru þeir Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ sem ávarpaði þingið. Á þinginu fór einnig fram kosning til stjórna og í stuttu mál þá var stjórnin endurkjörin með þeirri breytingu að í stað Ríkarðs Daða Ólafssonar var kosin Maria Sif Guðmundsdóttir í sæti varamans. Hægt er að nálgast skýrslu stjórnar hér og þinggerðin hér.
50. Siglingaþing SÍL
- Details
Laugardaginn 18. febrúar n.k. verður haldið 50. þing Siglingasambands Íslands. Þingið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og verður sett kl. 12:00. Dagskrá verður samkvæmt 4. grein laga sambandsins. Hvert siglingafélög innan SÍL hafa rétt á að tilnefna 3 fulltrúar til að sitja þingið sem eru með tillögu og atkvæðisrétt. Samkvæmt lögum sambandsins (gr.3.5) skulu tillögur um lagabreytingar og málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á þinginu, skal tilkynna stjórn SÍL bréflega minnst 3 vikum fyrir þingið.
Page 8 of 54