Tilkynning um keppni Opnunarmót Kjölbáta
- Details
Opnunarmót Kjölbáta fer fram þann þann 21. maí næstkomandi. Það er siglingafélagið Þytur sem sér um mótið nánar um siglingasvæði verður gefið upp í kappsiglingafyrirmælum.
Athugið að skráningar frestur er viku fyrir mótið
Á sama tíma er rétt að minna eigendur kjölbáta á að sækja um forgjöf svo þeir getir tekið þátt í mótinu.
Keppnisstjóri er Egill Kolbeinsson og er frekari fyrirspurnum beint til hans á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Siglingaþing 2016
- Details
Nú um helgin fór fram 43. Siglingaþing Siglingasambands Íslands. Þingið gekk vel og hratt fyrir sig ofg fá átaka mál sem lágu fyrir því.
Samþykkt var mótaskrá fyrir 2016 og fyrir 2017 einngi sem lögð voru fyrir þingið ný kappsiglingafyrirmæli SÍL sem munu birtast fyrir sumarið.
Á þinginu var kosinn nýr formaður Jón Pétur Friðriksson auk þess sem ný stjórn var kosin:Arnar Freyr Birkisson, Kjartan Sigurgeirsson, Ólafur Már Ólafsson
og Kristján Sigurgeirsson. Varamenn voru kosnir Andri Þór Arinbjarnarsson, Martin Swift og Úlfur H. Hróbjartsson
Úrslit Lokamót kjölbáta
- Details
Síðasta siglingamót sumarsins fór fram nú um helgina. Alls tóku 5 bátar þátt í Lokamót kjölbáta. Siglt var frá Reykjavík til Kópavogs og tók siglingin rétt tæpa 2 tíma.
Úrslit urðu þessi:
sæti | bátur | tími | forgjöf | umreiknað |
1 | Skegla | 01:39:01 | 0,946 | 01:33:40 |
2 | Lilja | 01:42:17 | 0,973 | 01:39:31 |
3 | Aquarius | 01:41:21 | 0,992 | 01:40:32 |
4 | Sigurborg | 01:48:25 | 0,937 | 01:41:35 |
5 | Ögrun | 01:48:27 | 1,002 | 01:48:40 |
Tilkynning um keppni Lokamót Kjölbáta
- Details
Siglingafélagðið Ýmir heldur Lokamót kjöbáta næstkomandi laugardag 5. september. Sigld verður hefðbundin leið frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis. Tilkynningu um keppni má finna hér.
Page 21 of 23