Síðasta siglingamót sumarsins fór fram nú um helgina. Alls tóku 5 bátar þátt í Lokamót kjölbáta. Siglt var frá Reykjavík til Kópavogs og tók siglingin rétt tæpa 2 tíma.

Úrslit urðu þessi:

sæti bátur tími forgjöf umreiknað
1 Skegla 01:39:01 0,946 01:33:40
2 Lilja 01:42:17 0,973 01:39:31
3 Aquarius 01:41:21 0,992 01:40:32
4 Sigurborg 01:48:25 0,937 01:41:35
5 Ögrun 01:48:27 1,002 01:48:40

495 ymirSiglingafélagðið Ýmir heldur Lokamót kjöbáta næstkomandi laugardag 5. september. Sigld verður hefðbundin leið frá Reykjavík til Kópavogs þar sem tekið verður á móti keppendum í félagsheimili Ýmis.  Tilkynningu um keppni má finna hér.

Skráning á Lokamót kæna hefur verið með eindæmum dræm svo að ekki er réttlætanlegt að halda mótið.

Mótinu er því er hér með aflýst.

Nú er lokið bæði Íslandsmeistaramóti kjölbáta og kæna. Kænu mótið var haldið af Brokey og fór fram á Sundunum við Reykjavík.  Kjölbátamótið var haldið af Þyt og fór fram á Hraunavíkinni við Hafnarfjörð. Úrslit urðu sem hér segir.