865 thytur2Laugardaginn 20. maí fer fram Opnunarmót kjölbáta 2017. Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði sér um framkvæmd mótsins að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Þyts.

20170404 141413

Nú styttist í vorið og þá er um að gera að sækja um endurnýjun forgjafar fyrir komandi keppnisár.  Þeir sem voru með gilda forgjöf 2016 og 2015 hafa fengið tölvupóst með eyðublaði fyrir endurnýjun en þeir sem þurfa nýja forgjöf þurfa að fylla út ítarlegri umsókn. Einnig þarf að sækja um nýja umsókn ef gerðar hafa verið breytingar á bátnum eða seglum.

Hægt er að nálgast upplýsingar um umsóknir og mælingar hjá SÍL sem er umboðsaðili RORC Rating Office á Íslandi. Þar er einnig hægt að sækja árbók IRC fyrir árið 2017.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2016. Hófið verður haldið annað kvöld, þann 29. desember, í Hörpu og hefst kl. 18:00. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sem sérsamböndin hafa valið og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2016.

Vakin er athygli á því að afhending á viðurkenningum til íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins er svo venju samkvæmt kl. 19:40 á RÚV.

midsumarmot

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal.