midsumarmot

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal.

495 ymir Íslandsmótið í kænusiglingum verður nú um helgina og er það Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi sem heldur mótið í ár. Það stefnir í að þátttaka verði mjög góð og veðurspáin lofar góðu. Það má því gera ráð fyrir skemmtilegu móti.

Á þessari slóð má finna tilkynningu um keppni.

Að loknum frábærlega vel heppnuðum æfingabúðum í Hafnarfirði var að venju haldið mót föstudag og laugardag, 8. og 9. júlí. Það var glæsilegur hópur sem sigldi, en sem gefur að skilja var nokkur munur á keppendum. Sumir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni; aðrir voru mættir til að fínpússa hæfileika sem þau hafa ræktað lengi. Niðurstöður mótsins gáfu til kynna að við eigum nokkra efnilega siglara sem eiga eftir að velgja reyndustu keppendunum vel undir uggum.

Úrslit mótsins má svo finna á þessari slóð.

Á undanförnum árum hefur verið efnt til æfingabúða á miðju sumri fyrir börn og unglinga sem leggja stund á siglingar. Í ár verður verður engin undantekning frá þessari venju. Sjósportsklúbbur Austurlands verður gestgjafinn að þessu sinni og getum við reiknað með frábærri viku á yndislegum stað. Aðstæður til kænusiglinga eru mjög góðar og er gert ráð fyrir að þátttakendur geti gist í Grunnskóla Eskifjarðar. Þjálfarinn að þessu sinni verður Tim Anderton frá Bretlandi en hann hefur mikla reynslu af þjálfun og uppbyggingu barna- og unglingastarfs.

Ítarlegri upplýsingar um búðirnar má finna hér í kynningarskjali.